2478. bæjarráð 31.07.19

2478. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 31. júlí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.  

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Hildur Þórisdóttur L –lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Dagskrá:

1. Kvörtunarbréf frá íbúum á Austurvegi 29 vegna lóðarframkvæmda á Austurvegi 23 dags. 18.07.2019.

Undir þessum lið mæta Ingunn Jónasdóttir og Nanna Vilhelmsdóttir.

Byggingarfulltrúa falið að eiga fund með eigendum að Austurvegi 23 til þess að fara yfir skipulags- og byggingarlög er varðar byggingu á hljóðmön, palli, skipulagi á bílastæði og stöðuleyfi á gámi.

 

2. Erindi:

2.1. Beiðni um umsögn vegna breytingar á umsókn á gildandi rekstrarleyfi Sirkuss. – afgreiðslu frestað á síðasta fundi.

Afgreiðslu frestað. Bæjarstjóra falið að boða rekstraraðila Sirkuss á næsta fund bæjarráðs.

2.2. Jafnlaunavottun.

Bæjarráð samþykkir að sækja um frest í allt að 12 mánuði til ráðherra. Einnig óskar bæjarráð frekari skýringa á reglugerð um jafnlaunavottun þar sem ósamræmis gætir í texta varðandi tímamörk jafnlaunavottunar sveitarfélaga.

2.3. Íbúðalánasjóður 25.07.2019 – Félagsmálaráðherra kynnir tillögur til þess að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni.

Bæjarráð fagnar tillögum félagsmálaráðherra sem eiga að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni og bindur miklar vonir við að nánari útfærslur komi sem fyrst og verði húsnæðismarkaði sveitarfélagsins til hagsbóta.

2.4.    Gísli Hall hrl. – 22.07.2019- bréf f.h. Jóhönnu Thorsteinson.

Bæjarráð hafnar kröfu bréfritara og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

3. Malbikun bílastæðis við Snæfell. 

Umræða um málið, almenn ánægja með framkvæmdina en lögð áhersla á að í framtíðinni verði verklagsreglur skýrari. Bæjarstjóra falið að kanna hvort til sé samkomulag um afnot bílastæðis við Hótel Snæfell.

 

4. Fjárhagsáætlun 2020 

Bæjarráð samþykkir fjárhagsrammana sem liggja fyrir fundinum og felur bæjarstjóra að senda þá út til forstöðumanna.

 

 

Fundi slitið kl.18:46.