2480. bæjarráð 15.08.19

2480. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 15. ágúst 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L – lista.

Hildur Þórisdóttir L –lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Sirkus – Beiðni um umsögn vegna breytingar á umsókn á gildandi rekstrarleyfi Sirkus – framhald frá fundi bæjarráðs nr. 2478 .

Fyrir fundinum liggur bréf frá HAUST varðandi hávaðamælingu sem fara mun fram hjá Sirkus, einnig bréf frá skipulags- og byggingarfulltrúa sem sent hefur verið til Sirkus varðandi úrbætur og fresti varðandi gám, moldarhaug á lóð og pall.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um breytingar á umsókn á gildandi rekstrarleyfi Sirkus sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs nr. 2478. Bæjarráð samþykkir aukinn opnunartíma til kl. 03 um helgar og á lögbundnum frídögum með fyrirvara um að úrbótum sem HAUST og skipulags- og byggingarfulltrúi fara fram á, verði framfylgt og að frestur til úrbóta verði virtur.

Umsögnin borin undir atkvæði. Hildur og Rúnar samþykkja umsögnina en Elvar er á móti.

 

Undirritaður getur ekki greitt atkvæði með lengri opnunartíma Sirkus þar sem forráðamenn hafa ekki sinnt skyldu sinni um að koma í veg fyrir ónæði af völdum hávaða. Nú þegar er opnunartími tveimur tímum umfram lögreglusamþykkt kaupstaðarins eða til 01:00 alla daga.

 

Elvar Snær Kristjánsson

 

2. Erindi:

2.1. Lárus Bjarnason – 09.07.2019 – Göngustígur á milli Miðtúns 13 og Miðtúns 16, Seyðisfirði.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið og koma með tillögu að úrbótum.

2.2. Skaftfell –10.07.2019 - renovation letter.

Bæjarráð kallar eftir upplýsingum um kostnað og skilgreiningu á verkhluta sem óskað er eftir af hálfu bæjarins.

2.3. Arnoddur  Erlendsson – 12.08.2019  - El Grillo

Bæjarstjóra falið að bjóða Arnoddi á fjarfund með bæjarráði.

2.4. Rarik – 09.08.2019 – Stjórnarferð Rarik um Austurland.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Fjarðarheiðargöng.

14. ágúst boðaði Sigurður Ingi Jóhannsson bæjarstjóra á Austurlandi og stjórn SSA til fundar þar sem tilkynnt var um leiðarval á jarðgöngum frá Seyðisfirði. Lögð var fram skýrsla sem unnin var af starfshóp sem fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði 21. september 2017.

 

Verkefni hópsins voru:

  • Fara yfir skýrslu Vegagerðarinnar um samgöng og tillögu hennar (vísað er til skýrslu nefndar frá 1993: Jarðgöng á Austurlandi).
  • Skoða hugmyndir um göng undir Fjarðarheiði til samanburðar.
  • Vega og meta mögulegar samgöngubætur fyrir Seyðisfjörð með hliðsjón af ávinningi samfélagsins og atvinnulífs á Seyðisfirði og á Austurlandi í heild.
  • Kanna möguleika á samstarfsfjármögnun og veggjaldi fyrir þá kosti sem eru til skoðunar.

 

Hópurinn fjallaði um fjóra kosti og varð valkostur 2, jarðgöng undir Fjarðarheiði ásamt göngum til Mjóafjarðar og göngum þaðan til Norðfjarðar metinn besti kosturinn. Áætlað er að framkvæmdin taki 7 ár. Gert er ráð fyrir blandaðri leið í fjármögnun, sem þýðir að ríkið leggur til fjármagn í bland við veggjöld.  Ráðherra kynnti einnig tillögu sína um að gerð verði sérstök gangaáætlun samhliða samgönguáætlun og að Fjarðarheiðargöng yrðu fyrstu göngin í þeirri áætlun sem er mikið gleðiefni. Bæjarráð fagnar þessum stóra áfanga í baráttunni fyrir Fjarðarheiðargöngum og hvetur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir því að framkvæmdum verði flýtt í komandi samgönguáætlun. 

 

Fundi slitið kl. 17:27.