2486. bæjarráð 23.10.19

2486. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 23. október 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson L –lista, formaður,

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D – lista,

Snorri Jónsson í stað Vilhjálms Jónssonar áheyrnarfulltrúa B – lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun – Sigurður Álfgeir Sigurðarson fer yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir 2020. 

Sigurður lagði fram frumdrög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og fór yfir helstu atriði varðandi hana. Málið áfram í vinnslu.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Velferðarnefnd frá 17.10.2019.

Varðandi lið 1 í fundargerð. Bæjarráð tekur undir með nefndinni og samþykkir að fá fulltrúa Eflu til þess að kynna skýrsluna á sameiginlegum fundi velferðarnefndar og bæjarráðs sem fyrst.

Varðandi lið 2. Bæjarráð er að skoða það að hækka ekki gjaldskrá fyrir 2020 og aðgangstýring er sömuleiðis í skoðun.

 

Fundargerð samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Umhverfisstofnun – 16.10.2019 - Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017.

Lagt fram til kynningar.

3.2. Nefndarsvið Alþingis 148. mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

3.3. Menntamálastofnun – 11.10.2019 - Boð um ytra mat Seyðisfjarðarskóla.

Bæjarráð leggur til að Menntamálastofnun tilnefni báða skoðunaraðilana vegna mikillar nándar í sveitafélaginu og að fjórði skoðunarþátturinn verði áhrif sameiningar og aðbúnaður.

3.4. Menntamálastofnun – 08.10.2019 - Umsókn um ytra mat á leikskólum

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

3.5. Sigurður S Stefánsson - 15.10.2019 – Viðbragðsáætlun og hættumat.

Bæjarstjóri hefur nú þegar átt fund með Jens Hilmarssyni lögregluvarðstjóra á Seyðisfirði um málið og Almannavarnanefnd ríkisins hefur verið gert viðvart. Unnið verður áfram að þessu máli á vettvangi almannavarnateymis Seyðisfjarðar undir stjórn Jens Hilmarssonar og í samstarfi við Inger L Jónsdóttur lögreglustjóra og formanns almannavarnarnefndar Austurlands. 

3.6. Nordregio forum 27. – 28. nóvember 2019.

Lagt fram til kynningar.

3.7. Jöfnunarsjóður – 09.10.2019 – styrkur til nemenda í tónlistarnámi utan síns sveitarfélags.

Lagt fram til kynningar.

3.8. EBÍ – 10.10.2019 – Ágóðahlutagreiðsla.

Seyðisfjarðarkaupstaður hefur fengið úthlutað kr. 826.500.

3.9. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið – 09.10.2019 – framlög vegna sérþarfa fatlaðra.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Heilbrigðisnefnd Austurlands fundargerð nr. 152

Lagt fram til kynningar.

4.2. Brunavarnir Austurlands fundargerð nr. 56 – frá 15.10.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Brunavarna Austurlands.“

 

4.3. Héraðsskjalasafn Austfirðinga fundargerð frá 3.06.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafn Austfirðinga.“

 

4.4. Héraðsskjalasafn Austfirðinga fundargerð frá 23.09.2019.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

5. Herðubreið – budget proposal 

Bæjarráði líst vel á þá tillögu sem lögð var fyrir fundinn og samþykkir fyrir sitt leiti að leggja til fjármuni sem eftir standa á deild 3250 – lykli 11470 /11469 - 32 – HERDU.

 

6. Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða  

Fyrir fundinum liggja hugmyndir frá AMÍ fulltrúa um að senda inn fráviksbeiðni vegna gönguleiðarinnar Skálanes - Austdalur um að restin af styrkupphæðinni sem fékkst frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2019 verði notuð til endurbóta á göngustíg í Vestdal. Einnig er tillaga um að senda inn umsókn um hönnun göngustígs uppað Gufufossi í sjóðinn. Til umræðu var sömuleiðis umsókn fyrir hönnun á skipulagi miðbæjarsvæðisins eins og umhverfisnefnd lagði til á fundi sínum 02.09.19.

 

Bæjarráð samþykkir ofantaldar tillögur.

 

7. Miðstöð menningarfræða – minnisblað frá fundi um málið

Málinu frestað.

 

8. Starfsmannamál

Málinu frestað.

 

Fundi slitið kl. 21:00.