2487. bæjarráð 30.10.19

2487. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 30. október 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 18:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,

Arna Magnúsdóttir, í stað Hildar Þórisdóttur L-lista.

Elvar Snær Kristjánsson, D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúa B – lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði bæjarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Fræðslunefnd frá 22.10.2019

Fundargerð samþykkt.

1.2. Ferða- og menningarnefnd frá 30.09.2019

Varðandi lið 4 í fundargerð þá er málið á dagskrá fundarins undir sér lið.

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Frá nefndasviði Alþingis 23.10.2019 - 49. mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

2.2.  Frá nefndasviði Alþingis 23.10.2019  - 29. mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

2.3.  Beiðni um tónlistarstyrk fyrir nemanda með lögheimili á Seyðisfirði sem stundar nám í öðru sveitarfélagi.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að senda inn umsókn til Jöfnunarsjóðs.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Sameining sveitarfélaganna fjögurra Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshéraðs.

Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu um að sveitarfélögin fjögur verði sameinuð í eitt.

Við sameiningu sveitarfélaganna verður til nýtt sveitarfélag með um fimm þúsund íbúa. Sveitarfélagið verður landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins sem nær yfir um 11 þúsund ferkílómetra.

Áætlað er að nýtt sveitarfélag taki formlega til starfa á fyrri hluta næsta árs. Fram að þeim tíma starfa sveitarfélögin fjögur og sinna þeim verkefnum og þeirri þjónustu sem sveitarfélögin bera ábyrgð á.

Sveitarstjórnirnar fjórar munu, í samræmi við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, skipa fulltrúa í sérstaka stjórn til undirbúnings nýs sveitarfélags. Sú stjórn skal semja samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar sem gilda mun fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt. Hún skal einnig taka ákvarðanir um fjárhagsmálefni hins nýja sveitarfélags, taka saman yfirlit yfir allar samþykktir og reglugerðir sem gilda í þeim sveitarfélögum sem sameinuð hafa verið og hefja vinnu við endurskoðun þeirra og samræmingu.

Undirbúningsstjórnin gerir tillögu til sveitarstjórnarráðuneytisins um með hvaða hætti sameining öðlast gildi, svo sem hvenær verður kosið til nýrrar sveitarstjórnar og gildistöku sameiningarinnar. Þær ákvarðanir verða kynntar við fyrsta tækifæri.

Nafn nýs sveitarfélags liggur ekki fyrir. Ný sveitarstjórn mun velja nafnið en líklegt er að haldin verði íbúakosning þar sem valið verður á milli tillagna frá íbúum.

 

Bæjarráð Seyðisfjarðar fagnar góðri kjörsókn og hversu afgerandi kosningin var. Bundnar eru miklar vonir við að þessi ákvörðun færi íbúum hins nýja sameinaða sveitarfélags hamingjuríka og bjarta framtíð.

 

4. Tré lífsins - frekari kynning að ósk bæjarráðs

Lagt fram til kynningar.

 

5. Fundur með sérfræðingum breska varnarmálaráðuneytisins - minnisblað frá fundinum

Minnisblað lagt fram til kynningar. Þess má geta að hafnarstjóri og yfirhafnarvörður hafa verið boðuð á fund Umhverfisstofnunar þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknar Landhelgisgæslunnar varðandi sama mál.

 

6. Umhverfisstofnun - 22. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa

Ársfundur Umhverfisstofnunar verður haldin á Egilsstöðum að þessu sinni. Bæjarráð leggur til að formaður umhverfisnefndar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.  

 

7. MMF – minnisblað frá fundi um málið. Framhald frá síðasta fundi bæjarráðs

Umræður um Miðstöð Menningarfræða. Lagður var fram gildandi ábyrgðaraðildarsamningur ásamt viðauka frá 1. desember 2016  milli Seyðisfjarðarkaupstaðar og Austurbrúar. 

Bæjarráð samþykkir að bjóða fulltrúum stjórnar Austurbrúar ásamt framkvæmdastjóra til fundar sem fyrst.

 

8. Starfsmannamál. Framhald frá síðasta fundi bæjarráðs

Jónína Brá óskar eftir að draga uppsögn sína til baka. Bæjarráð samþykkir það fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að upplýsa starfsmann.

Bæjarráð samþykkir að fela fulltrúum kaupstaðarins í undirbúningsstjórn nýs sveitarfélags að koma á framfæri umsögnum um lýsingu á starfi AMÍ fulltrúa.

Þar sem sameining sveitarfélaganna getur mögulega haft breytingar í för með sér í þá átt að á hverjum stað verði meiri sérhæfing á tilteknu sviði. Í þremur af fjórum sameiningarsveitarfélögunum eru starfandi AMÍ fulltrúar.

 

9. Klippikort - staða mála 

Málið er enn í vinnslu en erfiðlega hefur gengið að fá Íslenska gámafélagið til þess að sinna verkefninu. Bæjarstjóra falið að ítreka beiðnina við ÍGF þannig að það verði komið til framkvæmdar sem fyrst.

 

10. Gangstétt við Bjólfsgötu - staða mála

Málið tafðist örlítið en er nú komið í gang aftur og áætlað er að því ljúki á næstu dögum.

 

Fundi slitið kl. 19:48.