2488. bæjarráð 06.11.19
2488. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,
Hildur Þórisdóttir L-lista.
Elvar Snær Kristjánsson, D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun – Drög að fjárfestingaáætlun og gjaldskrám fyrir 2020. Sigurður Álfgeir mætir undir þessum lið og fer yfir drögin.
Sigurður Álfgeir fór yfir drög að fjárhagsáætlun, fjárfestingaáætlun og gjaldskrám. Málið áfram í vinnslu.
Kl 19:50 víkur Sigurður Álfgeir af fundi.
2. Fundargerðir:
2.1. Umhverfisnefnd frá 28.10.2019
Fundargerð samþykkt að undanskyldum lið nr. 2 – umsögn um stöðuleyfi fyrir gámi.
3. Erindi:
3.1. Capacent – 24.10.2019 - sameining sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
3.2. Kvennaathvarfið – 20.10.2019 – umsókn um styrk.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
3.3. Lánasjóður sveitarfélaga – 21.10.2019 – Áreiðanleikakönnun.
Bæjarstjóra falið að verða við erindinu.
3.4. Samband sveitarfélaga – 01.11.2019 – Enn um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2019 og fjárhagsáætlana til þriggja ára.
Lagt fram til kynningar.
4. Björgun eftirlegukinda úr Bjólfinum.
Bæjarráð hafnar kröfu Matvælastofnunar í bréfi dagsettu 24. október 2019.
Hér víkur Vilhjálmur Jónsson af fundinum kl. 20:10
5. Húsasaga Seyðisfjarðar – staða.
Lagt fram til kynningar.
6. Skólamál.
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir .
7. Ærslabelgur.
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
8. Samstarf sveitarfélaga:
8.1. Fundur samstarfsnefndar nr. 20 frá 03.09.2019
8.2. Fundur samstarfsnefndar nr. 21 frá 17.09.2019
8.3. Fundur samstarfsnefndar nr. 22 frá 01.10.2019
8.4. RR-ráðgjöf - Minnisblað – 04.11.2019 – Fjárhagslegar ráðstafanir eftir sameiningu.
Fundargerðir og minnisblað lagt fram til kynningar.
9. Samráðsfundur aðila í veitinga- og gistirekstri. Staða mála.
Málinu frestað.
Fundi slitið kl. 20:48.