2490. bæjarráð 20.11.19
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,
Hildur Þórisdóttir L-lista.
Elvar Snær Kristjánsson D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Samstarf sveitarfélaga:
1.1. 24. fundur samstarfsnefndar frá 15.11.2019
Lagt fram til kynningar.
1.2. Skólaskrifstofa Austurlands – Fundargerð aðalfundar og stjórnar frá 08.11.2019.
Lagt fram til kynningar.
2. Erindi:
2.1. NAUST – 18.11.2019 – styrkbeiðni.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000.
2.2. Fljótsdalshérað – 12.11.2019 – Aðalskipulag og deiliskipulag Grund, Efra Jökuldal.
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar gerir enga athugasemd.
2.3. Tækniminjasafn Austurlands – 11.11.2019 – Fasteignagjöld og styrkir til TA.
Bæjarráð samþykkir að leggja til eina milljón í auka styrk til safnsins fyrir árið 2019, bæjarstjóra falið að útbúa viðauka til afgreiðslu á næsta bæjarráðsfundi. Styrkur til safnsins fyrir 2020 vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
2.4. Skálanes – 11.11.2019 – Vegurinn við Flanna.
Bæjarráð þakkar erindið og felur byggingarfulltrúa að fylgjast með gangi mála og að setja sig í samband við framkvæmdaaðila verksins.
2.5. Ofanflóðamál. – Erindi frá Mána Stefánssyni.
Bæjarráð þakkar erindið, stefnt er að því að kalla sérfræðinga frá Ofanflóðasjóði og Veðurstofu til fundar með íbúum á C svæði fljótlega.
2.6. Nefndasvið Alþingis – 11.11.2019 – 317. mál til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
2.7. Nefndarsvið Alþingis – 14.11.2019 – 320. mál til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
2.8. Umhverfisstofnun – 14.11.2019 – Upplýsingabæklingur fyrir sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar
2.9. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála – 12.11.2019 – Málþing Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu.
Lagt fram til kynningar.
2.10. Héraðsskjalasafn Austurlands – 13.11.2019 – Fjárhagsáætlun 2020 og samþykkt frá stjórnarfundi 12.11.2019.
Lagt fram til kynningar.
2.11. Upplýsingamiðstöð - beiðni um breytingar.
Rúnar vék af fundi kl. 17:20
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við það að færa upplýsingamiðstöðina til í Ferjuhúsinu og samþykkir ráðahaginn fyrir sitt leiti með fyrirvara um lögmæti gjörningsins.
Rúnar mætir aftur á fundinn kl. 17:30
2.12. Vegagerðin - 5.11.2019 – Yfirfærsla Vestdalseyrarvegar og Hánefsstaðavegar frá Vegagerðinni til Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Forseta bæjarstjórnar falið að koma á fundi með ráðherra samgöngumála og þingmönnum kjördæmisins. Bæjarráð sér sér ekki fært að taka afstöðu til samningsdraganna fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir.
2.13. Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið – 05.11.2019 – Ofanflóðamál.
Bæjarráð þakkar bréfið en bendir á að það svarar ekki spurningu sem lögfræðingur Seyðisfjarðarkaupstaðar Jón Jónsson benti á varðandi reglurnar um mat á aukinni áhættu á C svæði. Á fundi sem bæjarstjóri og byggingarfulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar áttu með fulltrúum Skipulagsstofnunar og Veðurstofunnar 1. júlí s.l. varðandi málið, var ákveðið að útbúin yrði reikniregla varðandi það hvernig beri að meta aukna áhættu á C svæði. Bæjarráð ítrekar kröfu sína um að reikniregla verði skilgreind.
3. Skólamál
Alvarleg staða er komin upp í leikskólanum, mannekla hefur orsakað það að nokkur börn eru á biðlista eftir plássi. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að manna leikskólann og er útlit fyrir því að staðan lagist um áramót. Foreldrar barna sem eru á biðlista hafa sent inn erindi til bæjarráðs þar sem beðið er um aðstoð við að brúa bilið. Bæjarráð þakkar fyrir þær hugmyndir sem komið hafa fram frá foreldrum.
Bæjarráð harmar þá stöðu sem upp er komin og leggur nokkrar tillögur fram til lausnar sem og leggur til að tillögur frá foreldrum verði skoðaðar nánar. Bæjarstjóra er falið að fara yfir þær hugmyndir frekar með aðstoðarskólastjóra leikskólans og skólastjóra Seyðisfjarðarskóla og fullvinna tillögu sem verður síðan lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu í næstu viku. Bæjarstjóra er einnig falið að útbúa viðauka vegna mögulegra útgjalda.
Erindi hefur borist frá Björt Sigfinnsdóttur og Sören Björnshave, Kötlu Rut Pétursdóttur og Kolbeini Arnbjörnssyni vegna biðlista á leikskóla. Bæjarstjóri víkur af fundi kl. 17:50.
Elvar Snær Kristjánsson leggur fram eftirfarandi tillögur fyrir hönd D lista.:
Tillaga eitt:
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir að a.m.k. ein íbúð í eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar verði í boði leigufrítt eða gegn lágri leigu handa nýráðnum leiksskólakennara.
Oddný Björk Daníelsdóttir
Elvar Snær Kristjánsson
Tillaga eitt er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Tillaga tvö:
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir mánaðarlegar greiðslur í ellefu mánuði á ári fjárhæð vegna barna með lögheimili á Seyðisfirði sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi.
Skilyrði fyrir greiðslu eru:
- Að barnið eigi lögheimili á Seyðisfirði.
- Að barnið sé á biðlista eftir leikskólaplássi.
- Að foreldri sæki um niðurgreiðslur til Seyðisfjarðarkaupsstaðar á þar til gerðu eyðublaði.
Greiðsla Seyðisfjarðarkaupsstaðar til foreldra vegna barna með lögheimili á Seyðisfirði sem eru á biðlista eftir leikskólapássi miðast við gildandi gjaldskrá fyrir niðurgreiðslu leiksskólapláss hverju sinni. Að uppfylltum skilyrðum kemur greiðsla til útborgunar fyrsta virkan dag hvers mánaðar og greiðist fyrirfram.
- Greiðsla tekur gildi frá mánaðamótunum eftir að umsókn berst.
- Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
- Greiðslum er hætt þegar barnið fær leikskólapláss.
Tillaga tvö felld með tveimur atkvæðum Rúnars og Hildar, Elvar Snær samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti.
Meirihlutinn getur ekki samþykkt tillögu tvö á meðan enn er verið að vinna í lausnum innan leikskóladeildarinnar. Einnig liggur fyrir hugmynd frá foreldrum sem þarf að útfæra betur áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Tillaga tvö leysir ekki vanda þeirra foreldra sem þurfa að komast aftur í nám eða til vinnu.
4. Samstarf við Íbúðalánasjóð
Seyðisfjarðarkaupstaður var tilnefndur sem tilraunasveitarfélag af Íbúðalánasjóði fyrir um ári síðan. Samtal hefur átt sér stað um möguleika á byggingu íbúðakjarna fyrir 55+ í samstarfi við sjóðinn og Verkís. Fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar, Verkís, félagsmálaráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs munu eiga fund um málið 28. nóvember nk. Bæjarráð fagnar þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram en óskar eftir niðurstöðum sem fyrst.
Bæjarstjóri mætir aftur á fundinn kl. 18:34
5. Húsasagan
Fyrir fundinum liggur kostnaðaráætlun vegna útgáfu nýrrar Húsasögu Seyðisfjarðar. Mikilvægt er að fá nýjar kostnaðartölur. Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
6. Fjarðabyggð- hamingjuóskir vegna sameiningar sveitarfélaga – 05.11.2019
Bæjarráð þakkar kærlega fyrir góðar kveðjur.
7. Snjótroðari á Skíðasvæðinu í Stafdal
Bæjarstjóra og AMÍ fulltrúa falið að funda með Fljótsdalshéraði um málið.
8. Herðubreiðarbíó - Tilboð
Erindinu tekið vel og vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
9. Næsti fundur bæjarráðs – ósk um breyttan fundartíma
Næsti fundur bæjarráðs verður þriðjudaginn 26. nóvember kl. 14:00.
Fundi slitið kl. 19:36
Fundargerð er á 5 bls.