2491. bæjarráð 26.11.19
2491. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,
Hildur Þórisdóttir L-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista,
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Ofanflóðamál
1.1. Skipulags- og byggingarfulltrúi mætir á fundinn og fer yfir ferð sína með sérfræðingum til Sviss vegna ofanflóðavarna.
Úlfar Trausti Þórðarson skipulags- og byggingarfulltrúi mætti á fundinn kl. 14:00 og fór yfir það helsta úr ferð sinni til Sviss og Austurríkis með sérfræðingum ofanflóðamála.
Úlfar vék af fundi kl. 14:45.
1.2. Tillaga að íbúafundi í samstarfi við Veðurstofu Íslands
Bæjarstjóri leggur til að haldinn verði íbúafundur í viku 49. með fulltrúum Veðurstofunnar og Ofanflóðasjóðs. Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirbúa fundinn og auglýsa.
2. Fundagerðir
2.1. Velferðarnefnd frá 19.11.2019.
Varðandi lið nr. 1 í fundargerð, málið er í vinnslu við fjárhagsáætlunargerð.
Varðandi lið nr. 2 í fundargerð, bæjarstjóra falið að boða aðila á fund.
Fundargerð samþykkt.
2.2. Ferða- og menningarnefnd frá 04.11.2019.
Varðandi lið nr. 2 í fundargerð, málið er í vinnslu við fjárhagsáætlunagerð. Bæjarráð mun skipa starfshóp í kjölfarið til þess að sinna verkefninu.
Varðandi lið nr. 4 í fundargerð, bæjarráð felur AMÍ fulltrúa í samráði við Seyðisfjarðarhöfn að vinna málið áfram.
Varðandi lið nr. 8 í fundargerð, bæjarstjóra falið að taka fund með AMÍ fulltrúa og byggingarfulltrúa varðandi málið.
Fundargerð samþykkt.
3. Erindi
3.1. Fjarðabyggð – 19.11.2019 – Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar og deiliskipulagi Heyklifs, skipulags- og matslýsing send til umsagnar hjá umsagnaraðilum.
Lagt fram til kynningar.
3.2. Umhverfisstofnun - 22.11.2019 – Samantekt frá ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa.
Lagt fram til kynningar.
3.3. Rarik - 19.11.2019 – Götulýsing
Bæjarráð ítrekar ósk sína um að gerð verði úttekt á götulýsingakerfinu. Ekki er hægt að taka ákvörðun um yfirtöku á kerfinu fyrr en sú úttekt liggur fyrir.
3.4. Samband íslenskra sveitarfélaga – 22.11.2019 – Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi eftir stærð leikskóla 2018.
Lagt fram til kynningar.
3.5. Landsnet – 25.11.2019 – Verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar 2020 – 2029
Lagt fram til kynningar.
3.6. Birkir Karl Sigurðsson – 25.11.2019 – Skáknámskeið í þínu bæjarfélagi.
Erindinu er vísað til velferðarnefndar.
4. Samstarf sveitarfélaga
4.1. Héraðsskjalasafn Austfirðinga – 21.11.2019 – fulltrúar á aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga 29. nóvember kl. 14:00. Ársreikningar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2018 lokaútgáfa.
Bæjarráð tilnefnir formann ferða- og menningarmálanefndar Tinnu Guðmundsdóttur sem aðalmann og formann bæjarráðs til vara.
4.2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands – 20.11.2019 – ósk Heilbrigðisnefndar Austurlands um endurnýjaðan samning við UST
Lagt fram til kynningar.
5. Verndarsvæði í byggð – staða verkefnis og framhald
Bæjarráð samþykkir að senda inn umsókn með fyrirvara um fjármögnun kaupstaðarins.
6. Skólamál – Minnisblað frá skólastjóra og bæjarstjóra
Bæjarráð samþykkir tillögur varðandi starfsfólk fyrir sitt leyti en fer fram á að tillögur varðandi undirbúningstíma, jóla- og páskafrí verði útfærðar frekar og þróaðar.
Á fundi Bæjarráðs númer 2490, 20.11.2019 var tillaga 2 frá D-lista varðandi „mánaðarlegar greiðslur í ellefu mánuði á ári, fjárhæð vegna barna með lögheimili á Seyðisfirði sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi “ felld.
Tillagan var ekki að fullu útfærð að mati meirihluta sem og aðrar tillögur sem lágu fyrir fundinum m.a. frá foreldrum barna á biðlista, starfsfólki og stjórnendum leikskólans. Fyrir fundinum nú liggja útfærðar tillögur m.a. að heimgreiðslum sem og öðrum lausnum til að bæta ástandið á leikskólanum.
Bæjarráð telur að með þeim tillögum sem skólastjóri og bæjarstjóri leggja hér fram, að tillaga 2 frá síðasta fundi sé þar með að fullu útfærð og getur því samþykkt hana fyrir sitt leyti.
Í ljósi aðstæðna þá verður foreldrum gert kleift að sækja um heimgreiðslur afturvirkt til 1. nóvember 2019.
Bæjarstjóra falið að koma á fundi með skólastjórnendum og foreldrum til þess að fara yfir málið, einnnig að útbúa umsóknareyðublað vegna heimgreiðslna.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Forráðamaður barns á biðlista fær 100.000 kr. greiðslu á mánuði.
Skilyrði fyrir greiðslu eru:
1. Að barnið eigi lögheimili á Seyðisfirði.
2. Að barnið sé á biðlista eftir leikskólaplássi.
3. Að forráðamaður barns sæki um greiðslur til Seyðisfjarðarkaupsstaðar á þar til gerðu eyðublaði.
Að uppfylltum skilyrðum kemur greiðsla til útborgunar fyrsta virkan dag hvers mánaðar og greiðist fyrirfram.
- Greiðsla tekur gildi frá mánaðamótunum eftir að umsókn berst.
- Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
- Greiðslum er hætt þegar barnið fær leikskólapláss.
- Að hámarki er greitt í 11 mánuði á ári.“
7. HAUST - 14.11.2019 - Skoðunarskýrsla
Bæjarráð vísar skýrslunni til fræðslunefndar.
Fundi slitið kl. 17:21.
Fundargerð er á 4 bls.