2494. bæjarráð 02.01.20

2494. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Fimmtudaginn 2. janúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður L-lista,

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D-lista,

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B-lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Samráðsnefnd um skíðasvæðið í Stafdal. - Jónína Brá boðuð á fundinn undir þessum lið.

Farið yfir málefni skíðasvæðisins og verklagsreglur ræddar. Bæjarráð telur mikilvægt að það verði skerpt á þeim. Bæjarráð óskar eftir því að málefni skíðasvæðisins verði tekið fyrir í starfshópi íþrótta-, tómstunda- og menningarmála undirbúningsstjórnar.

 

2. Fundargerðir:

2.1. 56. fundur Velferðarnefndar frá 17.12.2019

Varðandi lið nr. 3. Bæjarráð leggur til að Velferðarnefnd hafi frumkvæði að viðræðum við HSA.

Varðandi lið nr. 7.1. bæjarstjóra falið að senda erindið til stjórnenda Seyðisfjarðarskóla og foreldrafélags.

Fundargerð samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 17.12.2019 – Stjórnsýslumál nr. SRN19070076.

Lagt fram til kynningar

3.2. Breyting á aðalskipulagi Fjarðabyggðar og deiliskipulag Heyklifs, tillaga á vinnslustigi send til umsagnar 20.12.2019.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Starfshópar undirbúningsstjórnar. 

Lagt fram til kynningar.

 

5. Starfsmannamál 

Áfram í vinnslu.

 

6. Skólamál

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: 

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2019 til kaupa á spjaldtölvum fyrir Seyðisfjarðarskóla.“

 

7. Efla – Geotest – minnisblað vegna Þófa og Botna – 18.12.2019 

Bæjarráð þakkar framlagt minnisblað og krefst þess að aðgerðum verði flýtt eins og kostur er í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem íbúar svæðisins standa frammi fyrir.

 

8. Erindisbréf afmælisnefndar kaupstaðarins 

Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri við afmælisnefnd kaupstaðarins sem tilnefnd var á fundi bæjarstjórnar 11. desember 2019.

 

9. Drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 – 2024, 434. mál

Umsögn lögð fram til kynningar og samþykkt, bæjarstjóra falið að senda hana til nefndarsviðs Alþingis.

 

 

Fundi slitið kl. 17:19.

Fundargerð er á 3 bls.