2493. bæjarráð 18.12.19
2493. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar
Miðvikudaginn 18. desember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,
Hildur Þórisdóttir L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D – lista,
Snorri Jónsson í stað Vilhjálms Jónssonar áheyrnarfulltrúi B – lista.
Fundargerð ritaði Hildur Þórisdóttir .
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerðir:
1.1. Umhverfisnefnd frá 16.12.2019
Varðandi lið 2. Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
Breytingar á samþykktum vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum.
„Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fela byggingafulltrúa að yfirfara og bæta inn í samþykkt kaupstaðarins með tilliti til lagabreytingarinnar. Breytingin er svohljóðandi: Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sveitarstjórn skal í samþykkt sveitarfélagsins, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fela skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélagsins töku fullnaðarákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili.“
Fundargerð samþykkt.
1.2. Umhverfisnefnd frá 25.11.2019
Fundargerð samþykkt
1.3. Ferða- og menningarnefnd frá 09.12.2019
Fundargerð samþykkt
1.4. Fræðslunefnd frá 03.12.2019
Fundargerð samþykkt
2. Erindi:
2.1. ÚÍA styrkbeiðni 18.11.2019
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
2.2. Frá nefndarsviði Alþingis 09.12.2019 434 og 435 mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 – 2034, 435. mál
Þingskjölin er hægt að sækja á vef Alþingis: hér og hér
Bæjarstjóra falið að semja drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
2.3. Skarfur styrkbeiðni - 13.12.2019. Vísað til afgreiðslu frá síðasta bæjarstjórnarfundi
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
2.4. Samgöngustofa – 16.12.2019 – Ný umferðarlög taka gildi um áramótin
Linkar með erindinu: Nú um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl. Ýmsar breytingar fylgja þessum nýju lögum sem mikilvægt er að almenningur hafi góða yfirsýn yfir enda varða umferðarlög alla vegfarendur á Íslandi.
Í því skyni að kynna breytingarnar hefur Samgöngustofa tekið saman þær allra helstu og sett fram með aðgengilegum hætti á einum stað á vefsíðu sinni.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Fjárhagsáætlanir samstarfssveitarfélaganna fyrir 2020-2023
Lagðar fram til kynningar.
4. Sorphirða
Bæjarstjóra falið að senda Íslensku Gámaþjónustunni póst og fara fram á að til staðar sé flokkunarílát fyrir allt flokkanlegt sorp.
Bæjarráð samþykkir útfærslu á klippikortum og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
5. Umhverfisstofnun - 12.12.2019 - Minnisblað vegna olíumengunar úr El Grillo
Lagt fram til kynningar.
6. Samráðsnefnd skíðafélagsins í Stafdal
Frestað til næsta fundar.
7. Erindisbréf vegna 125 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir fund bæjarráðs.
8. Skólamál
Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra um kaup á spjaldtölvum fyrir nemendur og felur bæjarstjóra að gera viðauka í samráði við skólastjóra.
9. Almannavarnir
Bæjarráð tekur undir bókun Fljótsdalshéraðs og beinir því til Almannavarnarnefndar Austurlands að gerð verði greining á stöðu landshlutans þegar kemur að því að takast á við óveður sambærilegu því sem reið yfir landið í síðustu viku.
Bæjarstjóra falið að óska eftir upplýsingum um stöðu varaaflsbúnaðar Rarik á Seyðisfirði.
Næsti fundur bæjarráðs er fimmtudaginn 2. janúar 2020.
Fundi slitið kl. 17:25
Fundargerð er á 3 bls.