2495. bæjarráð 08.01.20

2495. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar

Fimmtudaginn 8. janúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,

Hildur Þórisdóttir L-lista,

Elvar Snær Kristjánsson D – lista,

Snorri Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista í stað Vilhjálms Jónssonar,

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir .

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Dagskrá:

1. Erindi:

1.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 06.01.2020 – Drög að umsögn um frumvarp um þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.

Lagt fram til kynningar.

 

1.2. Sýslumaðurinn á Austurlandi – 06.01.2020 – umsagnarbeiðni Þorrablót Seyðfirðinga.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækisfærisleyfi Þorrablóts Seyðfirðinga fyrir árið 2020.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Samræming gjalddaga fasteignargjalda 2020 Seyðisfjarðarkaupstaðar við Borgarfjarðarhrepp, Fljótsdalshérað og Djúpavogshrepp vegna sameiningar sveitarfélaga.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu við áður samþykkta tillögu bæjarstjórnar á gjalddögum fasteignagjalda 2020 vegna sameiningu sveitarfélaga:

„Bæjarstjórn samþykkir að gjalddagar verði 9 fyrir árið 2020; 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október.“

 

3. Starfsmannamál

Elvar Snær leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarráð samþykkir að vísa máli er varðar vaktsímagreiðslur áhaldahúss til umræðu í undirbúningsstjórn.“

Elvar Snær greiðir atkvæði með tillögunni. Tillaga felld með atkvæðum Rúnars og Hildar.

Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjóra er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2020 og leggja fyrir bæjarstjórn vegna vaktsíma áhaldahúss upp á kr. 2.500.000  Viðaukinn verður fjármagnaður af deild: 31102 Viðhald ósundurliðað lykill: 4990 Önnur þjónustukaup og bókaður á deild: 3321 Áhaldahús lykill: 1122 Tímamæld yfirvinna .

 

Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars, Elvar Snær greiðir atkvæði á móti.

 

4. LungA skólinn – styrkbeiðni 

Bæjarstjóri víkur af fundi kl. 16:31.

Bæjarstjóra er falið að útbúa viðauka vegna viðbótastyrks til LungA skóla upp á

kr. 1.000.000. Viðaukinn verður fjármagnaður af deild 2159 lykil 9991 styrkir og framlög og færist á 04591. LungA skólinn.

Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars, Elvar Snær greiðir atkvæði á móti.

 

Elvar Snær gerir grein fyrir atkvæði sínu: 

Undirritaður getur ekki samþykkt aukastyrk til Lunga skólans upp á 1.000.000 kr sem eigi að nota til greiðslu á leigu í Herðubreið. Þó svo að rýmin séu ekki í notkun í 5 mánuði á ári og ekki hefur verið gefið út að þau skuli tæmd er ekki möguleiki að koma til móts við tekjutap með því að nýta rýmin á annan hátt. 

Elvar Snær Kristjánsson.

 

Bæjarstjóri kemur inn á fundinn kl. 16:52.

   

Fundi slitið kl. 17:05.

Fundargerð er á 3 bls.