2498. bæjarráð 06.02.20
2498. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista,
Hildur Þórisdóttir L-lista,
Oddný B. Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista,
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - Lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá:
1. Fundargerðir:
1.1. Fræðslunefnd frá 30.01.2020
Fundargerð samþykkt.
2. Starfsmannamál – trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
3. Erindi:
3.1. Nefndarsvið Alþingis 31.01.2020 – 50. mál til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
3.2. Nefndarsvið Alþingis – 31.01.2020 – 64. mál til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
3.3. HMS – 20.01.2020 – Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að uppfærsla húsnæðisáætlunar eigi sér stað að lokinni fyrirhugaðri sameiningu og yrði þá gefin út sameiginlega fyrir nýtt sveitarfélag.
3.4. Heilbrigðisstofnun Austurlands & Institute of Positive Health - 30.01.2020 - Samkomulag.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið sem felur í sér fræðslu og innleiðingu á hugmyndafræði IPH varðandi jákvæða heilsu fyrir heilsugæslustöðvar meðal annars. IPH eða Institute of Positive Health frá Hollandi vinnur að frekari þróun á Machteld Huber‘s concept of Positive Health. Bæjarstjóra er falið að sækja fund með HSA, heilbrigðistráðherra og fulltrúum Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs til að undirrita samkomulagið fyrir hönd Seyðisfjarðarkaupstaðar.
3.5. Viljinn – 31.01.2020 – styrkbeiðni.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
3.6. European Association for special social groups – 20.01.2020 – Beiðni um móttöku.
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir og að svara erindinu.
4. Dagvist aldraðra – 04.02.2020 – Upplýsingar frá Félagsmálastjóra
Bæjarráð tekur undir með félagsmálastjóra um að setja hugmyndir um dagdvöl aldraðra á Seyðisfirði inn í vinnuhóp málaflokksins sem tillögur til nýrrar sveitarstjórnar eftir sameiningu sveitarfélaga.
5. Efla – áætlun um hönnun Sundhallar - Umsögn frá byggingarfulltrúa
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir föstu tilboði í verkið.
6. Koronaveiran – staða viðbragðsáætlana
Höfnin er vel undirbúin fyrir koronaveiruna. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
7. Fjarðarheiðargöng
Bæjarfulltrúar frá Seyðisfjarðarkaupstað, Fjarðarbyggð og Fljótsdalshéraði auk fulltrúa SSA áttu fund með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 5. febrúar sl. Forseti bæjarstjórnar fór yfir málið.
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar ítrekar mikilvægi þess að samgöngur innan nýs sameinaðs sveitarfélags séu greiðar.
Fundi slitið kl. 17:43
Fundargerð er á 3 bls.