2506. bæjarráð 14.04.20

2506. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Þriðjudaginn 14.04.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 15:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L-lista.

Elvar Snær Kristjánsson D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Tilraunasveitarfélagið Seyðisfjörður – inn á fundinn undir þessum lið mæta Elmar Erlendsson frá HMS (fyrrum Íbúðalánasjóði), Hildur Grétarsdóttir og Sigurður Álfgeir Sigurðason ráðgjafar frá Deloitte.

Fyrir fundinum liggur frumhönnun og kostnaðaráætlun fyrir 8 íbúða kjarna og félagsrýmis ætlað íbúum á aldrinum 55+ unnið af Verkís ehf. Verkefnið grundvallast á húsnæðiskönnun sem gerð var meðal íbúa á síðasta ári. Einnig liggja fyrir drög að umsókn til HMS sem unnin hefur verið af Deloitte og fulltrúa HMS sem byggir á forsendum verkefnisins „Tilraunasveitarfélagið Seyðisfjörður“. Fulltrúar Deloitte og HMS mættu á fundinn og fóru yfir gögnin með bæjarfulltrúum. Bæjarráð samþykkir að fyrirliggjandi gögn verði send inn til HMS með umsókn fyrir verkefnið. Engin skuldbinding fylgir umsókninni fyrir sveitarfélagið en niðurstaðan ræður þó úrslitum varðandi það hvort hægt verði að framkvæma verkefnið eða ekki.

Um er að ræða 8 íbúða kjarna, með fjórum fjögurra herbergja íbúðum, tveimur tveggja herbergja, tveimur þriggja herbergja og einu félagsrými. Hugmyndin er að stofnað verði sjálfseignarfélag fyrir verkefnið og ef allt gengur eftir sem áformað er verður verkefnið boðið út á árinu.

 

Bæjarráð þakkar þeim sem lagt hafa hönd á plóginn við vinnslu umsóknarinnar kærlega fyrir góða vinnu.

 

Elmar, Hildur og Sigurður Álfgeir víkja af fundi kl. 16:10

 

2. Erindi: 

2.1. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið – 02.04.2020 – Breyting á sveitastjórnarlögum.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Húsahótel, Davíð Kristinnsson – 02.04.2020 – Beiðni um mótvægisaðgerðir fyrir fyririrtæki í ferðaþjónustu.

Bæjarráð þakkar erindið og mun taka tillit til aðstæðna fyrirtækja í sveitarfélaginu eins og frekast er unnt. Eins og staðan er í dag þá er margt óljóst varðandi tekjur sveitarfélagsins á árinu sem var þröngur stakkur búinn fyrir. Bæjarráð hvetur fyrirtæki til að kynna sér allar þær mótvægisaðgerðir sem stjórnvöld hafa lagt fram og bendir á að Seyðisfjarðarkaupstaður hefur nú þegar frestað eindögum fasteignagjalda í apríl og maí. 

2.3. Fjarðabyggð – 03.04.2020 – Breyting á aðalskipulagi Fjarðabyggðar og deiliskipulagi Heyklifs ásamt umhverfisskýrslu.

Bæjarráð gerir engar athugasemdir.

2.4. Lánasjóður sveitafélaga – 07.04.2020 – frestun aðalfundar lánasjóðsins 2020.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga – 07.04.2020 – óvissa um tekjur á árinu 2020.

Það að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skerðist ofaní fyrirsjáanlegt tekjutap sveitarfélagsins vegna COVID-19 er mikið áhyggjuefni. Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar hvetur stjórnvöld til að skoða með hvaða hætti hægt er að koma til móts við tekjuskerðingu sveitarfélaga vegna COVID-19.

2.6. Samgöngu – og sveitastjórnaráðuneytið – 06.04.2020 – Til upplýsingar fyrir sveitafélög.

Lagt fram til kynningar.

2.7. Samband íslenskra sveitarfélaga – 02.04.2020 – frestun gjalddaga fasteignaskatta.

Lagt fram til kynningar.

2.8. Skaftfell – 30.03.2020 – Öldugatan frumkvöðlasetur.

Umræður, málið áfram í vinnslu.

2.9. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands – 08.04.2020 – Styrktarsjóður EBÍ.

Bæjarráð leggur til að sótt verði um styrk til markaðs- og kynningarmála og felur AMÍ fulltrúa að sækja um.

2.10. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - 01.04.2020 – Íþróttahreyfingin og COVID-19.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga

3.1. Austurbrú – 08.04.2020 – Upplýsingafundur með bæjar- og sveitarstjórum á Austurlandi varðandi viðspyrnu stjórnvalda.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Fjármál – staða mála og framtíðarhorfur

Umræður, málið áfram í vinnslu.

 

5. AMÍ  fulltrúi – 02.04.2020 – Markaðs- og kynningarmál.

Fyrir liggur tillaga að markaðs- og kynningarefni til að vekja athygli á Seyðisfirði. Bæjarráð samþykkir að leggja kr. 500.000 í verkefnið af deild 2159 lykli 9991 og felur AMÍ fulltrúa þar að auki að senda inn erindi til Hafnarmálaráðs sem og að sækja um í sjóð EBÍ til að fjármagna verkefnið frekar.  

 

6. Neyðarlínan – 18.03.2020 – Ísland ljóstengt í Seyðisfirði.

Seyðisfjarðarkaupstaður undirbjó umsókn á árinu 2017 og skipti þá verkinu í þrjá hluta. Fékkst styrkur fyrir fyrsta hluta á árinu 2018 að fjárhæð 1.950.000 og var gerður um það samningur dagsettur 22. mars 2018. Greitt var inn á stykinn fyrsta greiðsla 40% eða kr. 790.000. Ekki hefur fengist styrkur fyrir því sem eftir er af verkinu og eru ekki tiltæk gögn um að um hann hafi verið formlega sótt. Kostnaðaráætlanir fyrir áfangana þrjá eru til.

  • Áfangi 1. Langitangi 6 staðir, kostnaðaráætlun 5.575.000, styrkur fékkst að fjárhæð 1.975.000.
  • Áfangi 2. Dvergasteinn, 3 staðir, kostnaðaráætlun 12.526.000, þar af áætlað að stykur yrði 10.726.000.
  • Áfangi 3  Hánefsstaðir – Skálanes með kostnaðaráætlun kr. 9.750.000 þar af áætlaður styrkur kr. 8.550.000. Hánefsstaðir eru þegar tengdir og hagkvæmast er að tengja Skálanes með þráðlausri lausn.

Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.

 

7. Minjastofnun – 07.04.2020 – Styrkúthlutun, Gamli Barnaskólinn.

Minjastofnun hefur ákveðið að veita styrk að upphæð kr. 2.000.000 til verkþáttarins uppsetning hurðar, viðgerð á tröppum og málun að utan.

Bæjarstjóra falið að skrifa undir samninginn og að koma verkefninu í framkvæmd.

 

Fundi slitið kl. 17:28

Fundargerð er á 4 bls.