2510. bæjarráð 13.05.20

2510. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Miðvikudaginn 13.05.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 16:15. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L-lista.

Elvar Snær Kristjánsson, D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Gerðir fundarins:

1. Tillaga með tímabundinni breytingu á landnotkun vegna Strandarvegar 21. Undir þessum lið mæta Guðmundur Þorsteinn Bergsson frá Verkráði, Jón Jónsson hrl frá Sókn og Tómas Jóhannsson og Magni Jónsson frá Veðurstofu Íslands kl. 17:00.

Umræður, málið áfram í vinnslu.

 

Jón, Guðmundur, Tómas og Magni viku af fundi kl. 18:08

 

2. Miðstöð menningarfræða – Jóna Árný framkvæmdastjóri Austurbrúar og Einar Már formaður stjórnar SSA mæta á fundinn undir þessum lið kl. 16:15.

Umræður, málið áfram í vinnslu.

 

Jóna Árný og Einar Már viku af fundi kl. 16:55.

 

3. Fundargerðir:

3.1 Fræðslunefnd frá 28.04.2020

Fundargerð samþykkt.

 

4. Erindi:

4.1 Frá nefndasviði Alþingis 30.04.2020 - 707. mál til umsagnar

Lagt fram til kynningar

4.2 Frá nefndasviði Alþingis 06.05.2020- – 715. mál til umsagnar.

Lagt fram til kynningar

4.3 Frá nefndasviði Alþingis 734. mál til umsagnar

Lagt fram til kynningar

4.4 Samband íslenskra sveitarfélaga – 08.05.2020 – Minnkandi starfshlutfall – Atvinnuleysi.

Lagt fram til kynningar

4.5 Viðtöl við eldri Seyðfirðinga – 22.04.2020 – Jón, Sigríður og Sandra.

Bæjarráð þakkar kærlega fyrir erindið, hér er á ferðinni mjög áhugavert og þarft verkefni. Bæjarráð samþykkir að leggja kr. 500.000 til verkefnisins en að öðru leiti er verkefninu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2021. Bæjarráð telur mikilvægt að upptökurnar verði aðgengilegar fyrir bæjarbúa.

4.6 Skipulagsstofnun – 08.05.2020 – Lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum til umsagnar.

Málinu frestað til næsta fundar.

4.7 Frá nefndasviði Alþingis 662. mál til umsagnar

Lagt fram til kynningar

 

5. Samstarf sveitarfélaga:

5.1 Fljótsdalshérað fjármálastjóri – samanburður áætlana 2020

Lagt fram til kynningar

5.2 Fljótsdalshérað – 07.05.2020 – Yfirlit viðauka 2020

Lagt fram til kynningar

 

6. Austurvegur 22 – kauptilboð

„Fyrir fundinum liggja tvö kauptilboð varðandi eignina að Austurvegi 22, annað hljóðar uppá kr. 16,5 milljónir, hitt uppá kr. 17 milljónir. Bæjarráð hafnar báðum tilboðunum en gefur tilboðshöfum tækifæri á að senda inn ný tilboð fyrir kl. 14:00 mánudaginn 18. maí og að gildistími tilboða verði til 21. maí . Engir frekari fyrirvarar eru gefnir til að meta húsið eða taka ákvörðun um gildi innsents tilboðs.“

 

7. Ríkissjóður Íslands - um endurgerð Hafnargötu 11, Seyðisfirði -  drög að samstarfssamningi 

Málið áfram í vinnslu, bæjarstjóra falið að koma á fundi með hlutaðeigandi.

 

8. Sókn Lögmannsstofa - 07.05.2020 - Nord Marina, úrskurður

Lagt fram til kynningar.

 

9. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - 08.05.2020 - beiðni um frekari gögn vegna umsóknar um stofnframlag 

Fyrir fundinum liggur beiðni um frekari gögn vegna umsóknar sveitarfélagsins um stofnframlag frá HMS til byggingar íbúðakjarna fyrir 55+ í kaupstaðnum.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir að leggja fram 12% stofnframlag eða kr. 44.752.079. Til frádráttar er framlag kaupstaðarins sem felst í lóðaverði og opinberum gjöldum að upphæð kr.11.145.921“.

 

10. Íbúðakjarni - Úthlutun lóðar til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignastofnunar (hses) 

Fyrir fundinum liggur umsókn um lóð númer 61-63 við Múlaveg Seyðisfirði. Umsóknin er lögð fram fyrir hönd óstofnaðrar húsnæðissjálfseignastofnunar sem mun hafa umsjón með byggingu íbúðakjarna sem í undirbúningi er að byggja í samstarfi við HMS.

 

Bæjarráð samþykkir að veita lóðina til verkefnisins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að undirbúa deiliskipulag fyrir lóðina.

 

11. Rarik - 30.04.2020 - Götuljósakerfi

Fyrir fundinum liggur samningur frá Rarik um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Seyðisfjarðarkaupstað. Bæjarráð samþykkir að taka við kerfinu og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd kaupstaðarins. 

 

12. COVID-19 - tilslakanir og fundarform

Rætt um tilslakanir á samkomubanni. Bæjarstjóri upplýsti að stofnanir hafi farið eftir tilmælum sóttvarnarlæknis hingað til og að áfram verði það gert. Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjórnarfundir verði áfram í fjarfundi en nefndarfundir, fundir hafnarmálaráðs og bæjarráðs geti farið fram á fundarstað en gætt verði að sóttvörnum sem og tilmælum um fjarlægðarmörk. Fyrirkomulag verður endurskoðað ef þurfa þykir.

 

13. Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarráð samþykkir að sumarlokun bæjarskrifstofu verði frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst 2020.

 

14. Ráðning skólastjóra til afleysingar við Seyðisfjarðarskóla í 1 ár

Bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningu Þórunnar Hrundar Óladóttur í starf skólastjóra Seyðisfjarðarskóla frá og með 1. ágúst 2020 í eitt ár í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

 

15. Öldugata - frumkvöðlasetur

Bæjarráð heimsótti setrið og fór yfir starfsemina með umsjónarmanni.

 

Fundi slitið kl. 20:32.

Fundargerð er á 4 bls.