2511. bæjarráð 20.05.20

2511. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Miðvikudaginn 20.05.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L-lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður óskar eftir að tekið verði fyrir afbrigði nr. 10, Regnbogagarður við Norðurgötu. Afbrigði samþykkt.  

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Ferða- og menningarnefnd frá 18.05.2020

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn samþykkir að Ólafur Örn Pétursson taki sæti sem aðalmaður í ferða- og menningarmálanefnd og að Nick Kaasschieter taki sæti sem varamaður.

 

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Frá nefndarsviði Alþingis – 14.05.2020 - til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009 með síðari breytingum (átak í fráveitumálum) 776. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Frá nefndarsviði Alþingis – 14.05.2020 – til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Frá nefndarsviði Alþingis – 15.05.2020 – til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga ( alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Vegagerðin – 16.05.2020 - Fjarðarheiðargöng -  undirbúningur og skipulagsmál.

Vegagerðin mælir með því að Seyðisfjarðarkaupstaður hefji undirbúning á skipulagsvinnu vegna Fjarðarheiðarganga í samræmi við þau gögn sem Vegagerðin hefur lagt fram. Í tengslum við þá skipulagsvinnu er þörf á samráði beggja aðila um verkefnið.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma málinu í ferli og að eiga samráð við Vegagerðina um málið.

2.5. Djúpavogshreppur – 15.05.2020 - bókun sveitastjórnar.

Lagt fram til kynningar.

2.6. Aðalstjórn Hugins - 13.05.2020 – beiðni um stuðning.

Óskað er eftir stuðningi við knattspyrnuþjálfun yngri flokka Hugins. Bæjarráð samþykkir erindið og bæjarverkstjóra falið að skipuleggja það í samstarfi við Gunnar Einarsson þjálfara Hugins.

2.7. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga – 14.05.2020 – Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Austurbrú – fundargerðir sveitarstjórnarfunda frá 08.05.2020 og 15.05.2020.

Lagt fram til kynningar.

 

Vilhjálmur Jónsson mætir á fundinn klukkan 16:30

 

4. Samband íslenskra sveitarfélaga – 15.05.2020 – Stuðningur við fráveituframkvæmdir – drög að umsögn.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Efla / Anna María Þórhallsdóttir arkitekt – hönnunartillögur Sundhöll.

Bæjarráð samþykkir að hönnunin með viðbyggingunni verði fyrir valinu, að mati bæjarráðs er það grundvallaratriði að aðgengi verði fyrir alla.

 

6. Austurvegur 22 – kauptilboð.

Fyrir fundinum liggur tilboð frá Undiröldunni ehf uppá 16,5 milljónir. Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra að ganga frá sölunni.

 

7. Ríkissjóður Íslands – um endurgerð Hafnargötu 11, Seyðisfirði.

Farið yfir stöðu málsins, áfram í vinnslu á grundvelli framlagðra gagna frá Fjármálaráðuneytinu.

 

8. Skipulagsstofnun – 08.05.2020 – Lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum til umsagnar.

Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélagið hefur skipulagsvald innan skilgreindra hafnarmarka þegar kemur að strandsvæðisskipulagi fiskeldis í sjó .

Hægt er að koma ábendingum á framfæri á hafskipulag.is.

 

9. HMS beiðni um gögn – umbeðin gögn lögð fram til staðfestingar og undirritunar.

Fyrir fundinum lá samþykkt fyrir húsnæðissjálfseignarstofnun sem gefið var nafnið Dagmálalækur hses, og tilkynning um sjálfseignastofnun.

 

10. Regnbogagarður við Norðurgötu.

Bæjarráð tekur vel í erindið og kallar eftir frekari gögnum varðandi kostnað og þörf á vegg. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

 

Fundi slitið kl. 18:19.

Fundargerð er á 3 bls.