2512. bæjarráð 27.05.20
2512. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Miðvikudaginn 27.05.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.
Hildur Þórisdóttir, L-lista.
Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista.
Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.
Fundargerð var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Velferðarnefnd frá 19.05.2020
Varðandi lið 1. Bæjarráð bendir á að einnig þurfi að athuga með öryggismyndavélar fyrir líkamsræktina.
Fundargerð samþykkt .
2. Erindi:
2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 22.05.2020 – Uppfært, minnkandi starfshlutfall.
Lagt fram til kynningar.
2.2. Skipulagsstofnun – 14.04.2020 – beiðni um umsögn.
Seyðisfjarðarkaupstaður leggur til að rannsóknum við fornleifar verði hraðað eins og kostur er.
2.3. Orkustofnun – 25.05 2020 - ný útboð verkefna á sviði jarðhita og vatnsaflsvirkjana á vegum Uppbyggingarsjóðs EES.
Lagt fram til kynningar.
2.4. Sigríður Matthíasdóttir – 24.05.2020 – Viðtöl við eldri borgara.
Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og útskýringar þær sem gerðar eru varðandi aðgengi að efninu. Í bréfi til bæjarráðs 1. mars 2020 lögðu höfundar til að þau sem að verkinu standi hefðu umráðarétt yfir efninu næstu fimm ár. Ástæðan fyrir því er að þau vilja geta stjórnað því hvernig efnið verður framsett þar sem það hæfi markmiðinu að gera vandaða heimildaþáttaröð um sögu Seyðisfjarðar.
Bæjarráð samþykkir að lögð verði samningsdrög fyrir ráðið.
2.5. Þórunn Óladóttir – 25.05.2020 – Ærslabelgur /Sparkvöllur.
Bæjarráð þakkar erindið, ánægjulegt að að sjá hversu umhugað unga fólkinu er um umhverfi sitt og aðstöðu. Bæjarverkstjóra falið að útbúa hillur og að fá aðila til þess að laga netið í mörkum sparkvallarins. Bæjarstjóra falið að kanna kostnað við skipti á kurli fyrir sparkvöllinn.
2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga – 25.05.2020 - Ársreikningur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2019.
Lagt fram til kynningar.
2.7. Samband íslenskra sveitarfélaga – 25.05.2020 – Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga 41. fundur
Lagt fram til kynningar
2.8. Jón Pálsson – 25.05.2020 – Myndskreytingarnámskeið fyrir börn.
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að leggja 90.000 krónur til verkefnisins.
Fjármagnað af deild 2159, lykli 9991.
2.9. Héraðsskjalasafn Austfirðinga – 20.05.2020 – 11. fundargerð frá 11.05.2020.
Lagt fram til kynningar.
2.10. Lánasjóður sveitarfélaga – 26.05.2020 – fundarboð, aðalfundur LS 12. júní 2020.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar á aðalfundinum.
2.11. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra – 26.05.2020 – Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar Covid-19.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra í samráði við fjármálaráðgjafa kaupstaðarins að leggja fram umbeðin gögn þegar þar að kemur.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi – 22.05.2020 – Fundarboð á 54. aðalfund SSA.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum verða Rúnar Gunnarsson, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson og bæjarstjóri.
3.2. Austurbrú – 22.05.2020 – fundur með bæjarstjórum.
Lagt fram til kynningar.
4. Tillaga með tímabundinni breytingu á landnotkun vegna Strandarvegar 21– minnisblað Jóns Jónssonar frá fundi með bæjarráði og uppfært skjal frá Verkráði.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
„Um er að ræða tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Strandarvegar 21. Breytingin hefur tímabundið gildi og miðast við 6 ár frá gildistöku skipulagsbreytingarinnar. Landnotkunin mun heimila gistirekstur sem takmarkast við 25 gesti skv. starfsleyfi.
Tillagan um fjölda gesta byggir á lögfræðiáliti Jóns Jónssonar hdl. sem og útreikningum Verkráðs sem aftur byggir á minnisblaði frá Veðurstofu Íslands. Skiptar skoðanir hafa verið um það hvernig reikna skuli út aukna áhættu á C-svæði. Ósamræmis gætir í nálgun Veðurstofunnar og Verkráðs en Jón Jónsson hdl. bendir á í áliti sínu að það felist í því ákveðið ósamræmi að líta til nýtingarhlutfalls við mat á eldri notkun en ekki við greiningu á breyttri notkun. Í útreikningum Verkráðs er þessi munur skýrður.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 – 2030 vegna Strandavegar 21.“
Samþykkt með tveimur atkvæðum Hildar og Rúnars, Oddný greiðir atkvæði á móti.
5. Fasteignagjöld – frestun eindaga.
Bæjarráð leggur til að eindaga vegna fasteignagjalda í júní verði frestað fram í janúar 2021.
Samþykkt samhljóða.
6. Ríkissjóður Íslands – um endurgerð Hafnargötu 11, Seyðisfirði.
Fyrir liggur ný tillaga og nýtt kostnaðarmat vegna endurgerðar Hafnargötu 11, Seyðisfirði. Í kostnaðarmatinu er gert ráð fyrir því að húsið verði ekki fært af grunni sínum sem gerir það að verkum að hægt verður að endurgera húsið fyrir þá fjármuni sem ríkissjóður leggur með því.
Málið áfram í vinnslu.
7. Norðurgata 2 – veggur
Málið áfram í vinnslu.
Fundi slitið kl. 18:24.
Fundargerð er á 4 bls.