2513. bæjarráð 03.06.20

2513. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Miðvikudaginn 03.06.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

 

Fundinn sátu:

Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista.

Hildur Þórisdóttir, L -lista.

Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista.

Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir.

Fundargerð var færð í tölvu.

 

 

Gerðir fundarins:

Formaður óskar eftir að liður 14 Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags  - Heimild til að auglýsa  verði tekið á dagskrá sem afbrigði.

Samþykkt samhljóða.

1. Fundargerðir:

1.1. Fræðslunefnd frá 28.05.2020.

Fundargerð samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samband íslenskra sveitarfélaga – 26.05.2020 – Minnisblað vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 9. fundur undirbúningsstjórnar frá 25.05.2020.

Lagt fram til kynningar.

3.2. Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags – 26.05.2020 – Yfirkjörstjórn.

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn :

„Lögð er fram tillaga um kjör fulltrúa í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga í Sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem fram fara 19. september n.k. Lagt er til að aðal- og varamenn sitji fundi yfirkjörstjórnar og vinni sameiginlega að undirbúningi og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga, kjörs fulltrúa í Heimastjórnir og atkvæðagreiðslu um nafn á sveitarfélagið. 

Aðalfulltrúar

Bjarni Björgvinsson Fljótsdalshéraði
Ásdís Þórðardóttir Djúpavogi
Björn Aðalsteinsson Borgarfirði

Varafulltrúar

Arna Christiansen Fljótsdalshéraði
Guðni Sigmundsson, Seyðisfirði
Þórunn Hálfdanardóttir Fljótsdalshéraði

 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.“

 

4. Ársreikningur 2019 – seinni umræða – Sigurður Álfgeir mætir undir þessum lið kl. 16:15.

Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2019 fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins – trúnaðarmál. Frá því að reikningurinn lá fyrir við fyrri umræðu hafa verið unnar leiðréttingar. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.

Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

5. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. - Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019. 

Bæjarráð vísar framlögðum drögum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

Sigurður víkur af fundi kl. 16:52.

 

6. Ríkissjóður Íslands - um endurgerð Hafnargötu 11, Seyðisfirði.

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi tillögu : 

„Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Ríkissjóð Íslands um endurgerð á Hafnargötu 11, Seyðisfirði.“

 

Samþykkt samhljóða.

 

7. Göngustígur við Gufufoss - fráviksbeiðni.

Bæjarráð samþykkir tillögu AMÍ fulltrúa um fráviksbeiðni varðandi göngustíginn við Gufufoss vegna hönnunar og fyrirhugaðra framkvæmda Vegagerðarinnar við Fjarðarheiðargöng. Eins og staðan er í dag mun breyting á vegstæði hafa mikil áhrif sem ekki er séð fyrir endann á og ekki ráðlegt að fara í hönnun göngustígar fyrr en þeirri vinnu er lokið. AMÍ fulltrúi leggur til að hönnun á aðgengi og aðstöðu í Bjólfi verði unnin í staðinn. 

 

8. Staða tollvarðamála á Seyðisfirði  

Bæjarráð Seyðisfjarðar gagnrýnir uppsagnir starfsmanna Skattsins á Seyðisfirði.

Það er með öllu óásættanlegt, að á sama tíma og sveitarfélög eru hvött til að spyrna við og skapa atvinnu á tímum covid-19, eru útsvarstekjur Seyðisfjarðarkaupstaðar rýrðar með því að leggja niður störf og færa þau til Reykjavíkur. Vandséð er að hagræðing sé fólgin í því að segja upp fólki á Seyðisfirði og koma með starfsmenn þess í stað frá Reykjavík. Bæjarráð Seyðisfjarðar óskar eftir fundi með Skattstjóra eins fljótt og verða má til þess að fara yfir rökstuðning vegna aðgerðanna. Bæjarráð Seyðisfjarðar mótmælir þessum uppsögnum harðlega og hvetur Skattinn til að endurskoða þessa ákvörðun sína.

 

9. Hundagerði.

Oddný og Rúnar leggja fram eftirfarandi tillögu.

 „Bæjarstjórn samþykkir að hundagerði verði sett upp á hafnarsvæðinu.“

 

10. Endurgerð Garðarsvallar– staða mála.  

Minnisblað lagt fram frá skipulags- og byggingarfulltrúa um stöðu mála.

 

11. Samþykkt deiliskipulög – staða mála.

Minnisblað lagt fram frá skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

12. Lóð fyrir íbúðakjarna við Múlaveg 61-63

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála, ekki er talið að færslan hafi fjárhagslegar breytingar í för með sér.

 

13. Gjaldskrár.  

Bæjarstjóri fór yfir málið.

 

14. Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags  - Heimild til að auglýsa störf .

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn :

"Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkir að þrjú eftirtalin störf:

  • Stjórnandi umhverfis-og framkvæmdasviðs
  • Mannauðsstjóri
  • Verkefnisstjóri stafrænnar stjórnsýslu og þjónustu

verði auglýst fyrir hönd sameinaðs sveitarfélags og að einu sveitarfélaganna í sameinuðu sveitarfélagi verði falið að ganga frá ráðningum starfsmannanna, sem verði hluti af starfshópi sameinaðs sveitarfélags eftir sameininguna."

 

Fundi slitið kl.18:14
Fundargerð er á  bls. 4.