Bæjarráð 26.10.16

2374.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 26.10.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Gerðir fundarins:

1. Fjárhagsáætlun 2017:

1.1. Umhverfisnefnd.

Á fundinn undir þessum lið, mætti Elvar Snær Kristjánsson formaður umhverfisnefndar og fór yfir áherslur nefndarinnar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.

1.2. Fræðslunefnd

Á fundinn undir þessum lið, mætti Íris Dröfn Árnadóttir og kynnti áherslur fræðslunefndar og lagði fram greinargerð um áherslur nefndarinnar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.

2. Erindi:

2.1. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 19.10.16. Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2016.

Lagt fram fundarboð um aðalfund Héraðsskjalasafnsins fyrir árið 2016.

Bæjarráð samþykkir að Jónína Brá Árnadóttir verði fulltrúi kaupstaðarins á fundinum og að til vara verði bæjarstjóri.

2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 21.10.16. Reglur sveitarfélaga um húsnæðismál og staðan í vinnu við leiðbeiningar velferðarráðuneytisins.

Lagðar fram upplýsingar um nýleg lög um almennar íbúðir.

Bæjarráð samþykkir að vekja athygli á heimasíðu kaupstaðarins á möguleikum til uppbyggingar á almennu íbúðarhúsnæði með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum á vef kaupstaðarins.

2.3. Menntamálastofnun 21.10.16. Auglýsing eftir umsóknum um ytra mat á leikskóla.

Bæjarráð samþykkir að sækja um ytra mat á starfi leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla.

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 11. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016 frá 20.09.16.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 23.09.16.

Lögð fram til kynningar.

3.3. Fundargerð 12. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 6.10.16.

Lögð fram til kynningar.

3.4. Fundargerð 50. Aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 7. og 8.10.16.

Lögð fram til kynningar

3.5. Fundargerð 1. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi starfsárið 2016-2017 frá 8.10.16.

Lögð fram til kynningar.

4. Fjármál 2016:

Lagðar fram tillögur um viðauka nr. 1 til og með 29 2016 í eftirfarandi deildum:
Viðauki nr. 1, deild 3178. Snjótroðari, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 700.000 kr.
Viðauki nr. 2, deild 2802. Tekjur af eignahlutum, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.150.000 kr.

Viðauki nr. 3, deild 0401. Fræðslunefnd, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.170.000 kr.

Viðauki nr. 4, deild 4111. Sólvellir leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.600.000 kr.

Viðauki nr. 5, deild 04211. Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 3.899.942 kr.

Viðauki nr. 6, deild 0529. Héraðsskjalasafn, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 81.000 kr.

Viðauki nr. 7, deild 321121. Efnahagsreikningur eignasjóðs, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 700.000 kr.

Viðauki nr. 8, deild 0561. Félagsheimilið Herðubreið, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 714.000 kr.

Viðauki nr. 9, deild 06291. Sumarnámsskeið, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 150.000 kr.

Viðauki nr. 10, deild 0682. Íþróttafélög, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 700.000 kr.

Viðauki nr. 11, deild 0721. Slökkvistöð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 590.000 kr.

Viðauki nr. 12, deild 1031 Viðhald gatna, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.650.000 kr.

Viðauki nr. 13, deild 1303. Sameiginlegur kostnaður, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 576.000 kr.

Viðauki nr. 14, deild 1362. Tjaldsvæði, tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.000.000 kr.

Viðauki nr. 15, deild 2107. Endurskoðun og ráðgjöf, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.300.000 kr.

Viðauki nr. 16, deild 2142. Tölvudeild, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 200.000 kr.

Viðauki nr. 17, deild 2144. Vefir og samskiptamiðlar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 480.000 kr.

Viðauki nr. 18, deild 31101. Grunnskóli Seyðisfjarðar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 500.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 19, deild 31111. Tónlistarskóli Seyðisfjarðar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 290.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 20, deild 31151. Leikskóli Seyðisfjarðar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.030.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 21, deild 31202. Íþróttamiðstöð, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.030.000 kr. Jafnað af deild 31201, félagsheimili 394.000 kr. og 31102, viðhald ósundurliðað 750.000 kr.

Viðauki nr. 22, deild 31252. Sundhöll, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 215.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 23, deild 31358. Ránargata 1 (þjónustuhús við tjaldsvæði), útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 753.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.

Viðauki nr. 24, deild 321121. Fasteignir, lóðir og fasteignaréttindi, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun samtals 6.596.000. Deild 321122. Mannvirki,  útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 572.000 og deild 321123. Bifreiðar og vinnuvélar, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 753.000 kr.

Viðauki nr. 25, deild 33312. Veghefill, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.000.000 kr.

Viðauki nr. 26, deild 33321. Vélskófla, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 490.000 kr.

Viðauki nr. 27, deild 33512. Bifreiðin LY-123 (MMC L200), útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 390.000 kr.

Viðauki nr. 28, deild 0021. Útsvar, tekjur lægri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 33.487.000 kr.

Viðauki nr. 29, deild 04211. Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla, útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 100.000 kr.

Nettóbreytingin nemur 46.709.058 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. Bæjaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir tillögur um viðauka 1 til 29 og að þeim verði mætt af handbæru fé.“

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með frekari upplýsingum um hækkun á mótframlagi launagreiðenda í A deild Brúar og A deild LSR.

5. Húsnæðismál.

Staða húsnæðismála grunnskóladeildar og bókasafns rædd. Málið áfram í vinnslu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:04.