Bæjarráð 01.02.17

2385. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 1.02.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir. Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 24.01.17.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 1 -3 í fundargerðinni að bæjarstjóri og skólastjóri fundi um efni þeirra liða með hliðsjón af nýframlögðum drögum að starfsmannastefnu kaupstaðarins og með hliðsjón af fjárheimildum í gildandi fjárhagsáætlun.

Vegna tillögu í lið 5 í fundargerðinni leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar við gjaldskrá leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla“.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt.

1.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 30.01.17.

Bæjarstjórn samþykkir vegna liðar 2 í fundargerðinni að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, að næg bílastæði séu til staðar fyrir starfsemina og að nágrannar geri ekki athugasemdir við áhrif af starfseminni, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 19.01.17. Reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit til umsagnar.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 151.fundar félagsmálanefndar frá 25.01.17.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð samgöngunefndar SSA nr. 2. Starfsárið 2016-2017.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

4. Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Starfsemi Miðstöðvar menningarfræða ársskýrsla fyrir árið 2016.

Lögð fram til kynningar. Elfa Hlín kynnti efni skýrslunnar en vék síðan af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð leggur ríka áherslu á mikilvægi Miðstöðvar menningarfræða og unnið verði að því að tryggja nauðsynlegt fjármagn til hennar sem hefur skort á undanfarin ár.

 

6. Herðubreið, rekstrarsamningur.

Lögð fram uppfærð drög að rekstrar- og húsaleigusamningum við tilboðsgjafa vegna starfsemi Herðubreiðar.

Bæjarstjóra falið að senda tilboðsgjöfum drögin til kynningar.

 

7. Reglur um afslátt af fasteignaskatti.

Lögð fram drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2017. Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti árið 2017“.

 

8. Fjármál 2017.

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi um samþykkt fyrir færslu gjalda að upphæð krónur 78.530 á afskriftareikning.

Bæjarráð samþykkir beiðnina á tilgreindum forsendum.  

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:43.