Bæjarráð 01.03.18
Fundargerð 2423. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Fimmtudaginn 1.03.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir í fjarveru Margrétar Guðjónsdóttur, Elfa Hlín Pétursdóttir, og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Þjóðvegir í þéttbýli – niðurfelling.
Á fundinn undir þessum lið mættu Sveinn Sveinsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi og Davíð Þór Sigfússon byggingafræðingur.
Farið yfir niðurfellingu þjóðvega í þéttbýli á Seyðisfirði og forsendur þess, öryggismál, áningastaði og þjónustusamninga.
Bæjarráð samþykkir að vinna að undirbúningi viðtöku hluta þjóðvega í þéttbýli í samræmi við umræður á fundinum.
2. Fundargerðir:
2.1. Fundargerð ungmennaráðs frá 11.02.18.
Bæjarráð fagnar áherslum um starfsemi ungmennaráðsins sem fram koma í fundargerðinni.
Fundargerðin samþykkt.
2.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 27.02.18.
Fundargerðin samþykkt.
3. Erindi:
3.1. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands 21.02.18. Styrktarsjóður EBÍ 2018.
Bæjarráð felur atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að undirbúa tillögu um umsókn kaupstaðarins vegna áningarstaða við Seyðisfjarðarveg um Fjarðarheiði og Húsasögu Seyðisfjarðar.
3.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 23.02.18. Staða innleiðingar starfsmats hjá háskólamenntuðum starfsmönnum.
Lagt fram til kynningar.
3.3. Sólveig Sigurðardóttir 26.02.2018. Uppsögn á starfi forstöðumanns Bókasafns Seyðisfjarðar.
Í erindinu segir Sólveig upp starfi forstöðumanns Bókasafns Seyðisfjarðar frá og með 1. mars. 2018.
Bæjarráð staðfestir móttöku uppsagnar.
3.4. Alþingi 26.02.18. Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179.mál.
Lagt fram til kynningar.
3.5. Landvernd 26.02.18. Virkjun vindorku á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
3.6. Samorka 28.02.18. Fyrirhuguð yfirlýsing aðalfundar Samorku um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
Kynnt.
3.7. Alþingi 28.02.18. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn),190. mál.
Með vísan til þess að sveitarfélög eru stjórnvöld sem ber að fylgja almennum reglum sem gilda um starfsemi og framkvæmd stjórnsýslu og með vísan til greinar 1 til 3 í fyrsta kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 telur bæjararáð eðlilegt og rökrétt að ákvörðun um fjölda fulltrúa í sveitarstjórnum sé á forræði sveitarfélaganna sjálfra.
3.8. Samband íslenskra sveitarfélaga 28.02.18. Erindi vegna breytinga á mannvirkjalögum.
Lagt fram til kynningar.
4. Samstarf sveitarfélaga:
4.1. Fundargerð 162. fundar félagsmálanefndar frá 20.02.18.
Lögð fram til kynningar.
5. Loftgæðamælingar.
Fram fer umræða um fyrirhugaðar loftgæðamælingar Umhverfisstofnunar á Seyðisfirði.
6. Bráðabirgðaskýrsla um viðbrögð við skýrslu frá slysavarnargöngu 2016.
Lögð fram til kynningar.
7. Eftirlit með sífrera í Strandartindi.
Fram fer umræða um undirbúning Veðurstofu Íslands við skipulagningu eftirlits með sífrera í Strandartindi.
8. Fjármál 2018.
Farið yfir ýmis atriði er varða fjármál ársins.
9. Herðubreið
Fram fer umræða um undirbúning endurgerðar gólfs í hátíðarsal félagsheimilisins Herðubreiðar og aðrar endurbætur þeim tengdum.
10. Mála- og skjalakerfi.
Kynnt mála- og skjalakerfi frá Onesystem.
Bæjarráð samþykkir að fá óháð samanburðarmat á kostum og göllum þeirra kerfa sem kynnt hafa verið.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:39.