Bæjarráð 01.04.16

2355.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Föstudaginn 1.04.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 15:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta við dagskrá lið nr. 2.5, „Lánasjóður sveitarfélaga 23.03.16. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga o.h.f.“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ungmennaráðs frá 15.03.16. Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð 19. fundar velferðarnefndar frá 22.03.16. Fundargerðin samþykkt.

1.3. Fundargerð fræðslunefndar frá 22.03.16. Fundargerðin ásamt fylgiskjali 1 lögð fram. Bæjarráð samþykkir að taka fyrir fundargerðina og tillögu stýrihóps um stjórnskipulag sameinaðra skóla á Seyðisfirði, sem er hluti endurskoðaðrar skólastefnu Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem sérstakan dagskrárlið á næsta fundi bæjarstjórnar.

2. Erindi:

2.1. Minjastofnun 18.03.16. Styrkúthlutun 2016. Umsókn vegna Félagsheimilisins Herðubreiðar. Í erindinu kemur fram að umsókninni var synjað.

2.2. Samorka 21.03.16. Framhaldsaðalfundur Samorku 2015, fundarboð. Lagt fram fundarboð framhaldsaðalfundar Samorku 2016 sem haldinn verður 15. apríl n.k.

2.3. Samorka 23.03.2016. Breytingar á lögum um uppbyggingu og rekstur vatnsveitna nr. 32/2004. Í erindinu er tilkynnt um samþykkt laga á Alþingi um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004. Lagt fram til kynningar.

2.4. Samorka 23.03.2016. Breytingar á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009. Í erindinu er tilkynnt um samþykkt laga á Alþingi um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna sveitarfélaga, nr. 9/2009. Lagt fram til kynningar.

2.5. Lánasjóður sveitarfélaga 23.03.16. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2016. Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðsins sem haldinn verður 8. apríl n.k. Bæjarstjóri fer með atkvæði kaupstaðarins á fundinum.

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 1. fundar starfshóps um svæðisskipulag Austurlands frá 22.03.16. Ásamt fundargerðinni eru lögð fram erindisbréf fyrir starfshóp um svæðisskipulag, leiðbeiningablað Skipulagsstofnunar og þær greinar skipulagslaga er varða svæðisskipulag. Samband sveitarfélag á Austurlandi hefur kallað eftir afstöðu sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga til þátttöku  við gerð þess. Bæjarráð samþykkir að svæðisskipulag verði sérstakur dagskrárliður á næsta fundi bæjarstjórnar.

3.2. Fundargerð starfshóps um þróun almenningssamgangna á Austurlandi (SvAust). Bæjarráð samþykkir að efni fundargerðarinnar verði sérstakur dagskrárliður á næsta fundi bæjarstjórnar.

3.3. Fundargerð 142. fundar félagsmálanefndar frá 16.03.16. Lögð fram til kynningar.

4. Fjármál 2016.

Lagðar fram kostnaðaráætlanir vegna Fossgötu og Dalbakka sem unnar voru vegna frestunar gatnagerðargjalds B. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir skv. umræðum á fundi. Bæjarstjóri gerði grein fyrir yfir ýmsum  atriðum er varða fjármál ársins 2016.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:31.