Bæjarráð 01.06.16

2362.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 01.06.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 24.05.16.

Ásamt fundargerðinni eru lögð fram drög að endurskoðaðri skólastefnu.

Vegna liðar 2.1 í fundargerðinni samþykkir bæjarráð að óska eftir kynningu frá stýrihópnum fyrir bæjarstjórn.

Vegna liðar 5.1 í fundargerðinni sem varðar athugasemd fræðslunefndar við 5. gr. frumvarps til laga um grunnskóla 675. mál, tekur bæjarráð undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 30.05.16. Liðir númer 1 og 2 í fundargerðinni eru til umfjöllunar undir liðum 6 og 7 á fundinum.

Vegna liðar 7 í fundargerðinni „Vesturvegur 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar,“ leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti.“ Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar“.

Vegna liðar 9 í fundargerðinni: Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða, 670. mál til nefndasviðs Alþings. Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

Vegna liðar 10 í fundargerðinni: Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál til nefndasviðs Alþings tekur bæjarráð undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.

 

2. Erindi:

2.1. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 25.05.16. Aðalfundur 2016.

Lögð fram til kynningar drög að dagskrá aðalfundar SSA 7. – 8. október 2016.

2.2. Landskerfi bókasafna hf. 25.05.16. Gögn frá aðalfundi.

Skýrsla stjórnar og ársreikningar Landskerfis bókasafna hf. lögð fram til kynningar.

2.3. THORP ódagsett. Stefnumótandi vinnufundur sveitarstjórnar um ferðaþjónustu.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Alþingi 31.05.16. Til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru 785. mál.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 8. fundar stjórnar SSA 24.05.16.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 144. fundar félagsmálanefndar frá 25.05.16.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Norðurgata, upplýsingar um ástand götunnar.

Lagðar fram upplýsingar og samantekt um ástand götunnar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir kostnaðarmati á lagfæringum götunnar miðað við að skipta hellum út fyrir jarðvegseiningar og viðgerðum á kantsteini og breyttri útfærslu í suðurenda götunnar. Stefnt skal að því að fjarlægja þríhyrning og setja léttari lausn þess í stað þannig að vöruafhending í Norðurgötu 3 verði sömu megin og vöruafhending í Norðurgötu 2, enda verður götunni lokað fyrir umferð flutningabíla að öðru leyti.

 

5. Fjármál 2016.

Lögð fram gögn um rekstur og fjárhagsstöðu kaupstaðarins fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.

 

6. Breyting á aðalskipulagi 2010-2030, landnotkun í Langatanga.

Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu skipulagsgerðar um breytingu á Aðalskipulagi  kaupstaðarins 2010-2030 vegna breyttrar landnotkunar í Langatanga.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að byggingarfulltrúi komi á fund bæjarstjórnar til að kynna verkefnislýsinguna.

 

7. Breyting á aðalskipulagi 2010-2030, landnotkun á Vestdalseyri.

Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu skipulagsgerðar um breytingu á Aðalskipulagi  kaupstaðarins 2010-2030 vegna breyttrar landnotkunar á Vestdalseyri.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að byggingarfulltrúi komi á fund bæjarstjórnar til að kynna verkefnislýsinguna.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:14.