2431. Bæjarráð 01.06.18

Fundargerð 2431. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Föstudaginn 1. júní 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 11:00. 

Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 28.05.18.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 1 í fundargerðinni „Hafnargata 2, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Media Luna um rekstrarleyfi“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 2 í fundargerðinni „Angró, beiðni um umsöng vegna umsóknar um tækifærisleyfi“ til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 4 í fundargerðinni „Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs til umsagnir, Kröflulína III breytt lega“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu umhverfisnefndar í lið 5 í fundargerðinni „BR tilkynning fundargerð 2429-5.2 skógarafurðir minnkun förgunarkostnaðar“ til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 18.05.18. Reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Fjármála- og efnahagsráðuneytið 23.05.18. Miðtún 10.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.3. Alþingi 30.05.18. Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 30.05.18. Áhrif Evrópulöggjafarinnar á sveitarfélagið þitt.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 30.05.18. Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu og vindorka og  orkumannvirki.

Lagt fram til kynningar.

2.6. Landskerfi bókasafna 31.05.18. Fréttir frá aðalfundi 30.05.18.

Lögð fram tilkynning um aðalfund Landskerfis bókasafna sem haldinn var 30.05.18 ásamt fundargerð fundarins.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 164. fundar Félagsmálanefndar frá 29.05.18.

Lögð fram til kynningar

 

4. Fjármál 2018.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 30.04.2018.

 

5. Félagsheimilið Herðubreið – Endurbætur á ytra byrði.

Fram fer umræða um endurmat vegna endurbóta á ytra byrði austur- og norðurhliðar félagsheimilisins Herðubreiðar. Áfram í vinnslu.

 

6. Austurvegur 22.

Lagt fram verðmat fyrir Austurveg 22 – Trúnaðarmál.

 

7. Sumarlokun bæjarskrifstofu.

 Bæjarráð samþykkir að sumarlokun bæjarskrifstofu verði frá og með 9. júlí til og með 7. ágúst 2018.

Á þessum tímamótum vill formaður færa samstarfsfólki í bæjarráði kærar þakkir fyrir afar ánægjulegt samstarf undanfarin fjögur ár.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:48.