Bæjarráð 01.09.17
2405. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Föstudaginn 1.09.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 09:30.
Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 29.08.17.
Fundargerðin samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 30.08.17. Samgönguþing 2017.
Lagt fram til kynningar.
2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 30.08.17. Evrópuvika svæða og borga.
Kynnt.
3. Vefir og samskiptamiðlar.
Farið yfir gagnvirkni miðlanna, áfram í vinnslu.
4. Íbúðir að Múlavegi 36-40.
Bæjarstjóri greindi frá undirbúningi vegna viðhalds og endurbóta íbúðanna.
5. Atburðir vegna vatnsveðurs og skriðufalla 23. og 24. 06.17.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins og vinnu við að leggja mat á útgjöld kaupstaðarins við endurbætur og hreinsun.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir stuðningi frá ríkinu og felur bæjarstjóra að senda erindi þar að lútandi til forsætisráðuneytisins.
6. Ályktun frá opnum fundi um ferðamál frá 24.08.17.
Lögð fram til kynningar ásamt fylgiskjölum.
Bæjarráð samþykkir að vísa ályktuninni ásamt fylgiskjölum til hlutaðeigandi fastanefnda til efnislegrar umfjöllunar.
7. Garðarsvöllur.
Lagðar fram tillögur um úrbætur á Garðarsvelli.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunum til kynningar í velferðarnefnd og að kynna þær fyrir stjórn knattspyrnudeildar Hugins.
8. Tillögur fyrir aðalfund SSA 2017.
Lögð fram drög að ályktunum vegna aðalfundar SSA 2017 fyrir vinnufund stjórnar SSA - trúnaðarmál. Umræða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda tillögurnar til SSA.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:25.