Bæjarráð 03.01.18

Fundargerð 2418. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 03.01.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 17:00. 

Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Alþingi 21.12.17. Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Umboðsmaður Alþingis 28.12.17. Mál nr. 9333/2017.

Álit Umboðsmanns Alþingis vegna máls nr. 9333/2017 lagt fram til kynningar ásamt ljósriti af svari Umboðsmanns Alþingis til Kennarasambands Íslands.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð samgöngunefndar SSA frá 19.12.17.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Viðbótarsamningur milli Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Skaftafells – menningarmiðstöðvar og Seyðisfjarðarkaupstaðar um eflingu menningarlæsis barna og barnamenningu.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

4. Snjómokstur.

Bæjarráð felur umhverfisnefnd og bæjarverkstjóra að taka snjómoksturskort og forgang til skoðunar og leggja fram tillögu um breytingar ef þörf er talin á.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:39.