Bæjarráð 03.05.17
2395. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 3.05.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 17:40.
Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð 29. fundar velferðarnefndar frá 25.04.17.
Í lið 3 í fundargerðinni „Drög að reglum um leiguíbúðir“ er bókað að þjónustufulltrúi komi athugasemdum við drögin til bæjarstjóra. Drögin ásamt athugasemdum nefndarinnar liggja frammi á fundinum.
Bæjarráð samþykkir drögin með uppfærðum breytingum í samræmi við athugasemdir velferðarnefndar og leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um leiguíbúðir Seyðisfjarðarkaupstaðar.“
Fundargerðin samþykkt.
1.2. Fundargerð fræðslunefndar nr. 3 frá 25.04.17.
Fundargerðin samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands 23.02.17. Kynningarfund um málefni EBÍ.
Bæjarstjóri sækir fundinn. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa sem tök hafa á að sækja fundinn.
2.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 26.04.17. Umsögn sambandsins um fjármálaáætlun, 402. mál.
Lögð fram til kynningar.
2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 27.04.17. Vorþing sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins.
Lagt fram til kynningar.
2.4. Starfsmenn grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla 28.04.17. Umferð um Suðurgötu.
Í erindinu er að finna tillögur um umferð um Suðurgötu og hluta aðliggjandi gatna.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
2.5. Austurbrú 28.04.17. Ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaráls og Landsvirkjunar 2017.
Lagt fram til kynningar.
3. Fjárhagsáætlun 2018.
Farið yfir forsendur í drögum að römmum fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir ramma fjárhagsáætlunar og felur bæjarstjóra að senda þá forstöðumönnum.
4. Reglur um stofnframlög.
Lögð fram drög að reglum Seyðisfjarðarkaupstaðar um stofnframlög til almennra íbúða.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
5. Starfsmannastefna.
Starfsmannastefna fyrir Seyðisfjarðarkaupstað hefur verið til umsagnar hjá starfsmönnum. Ekki bárust athugasemdir eða tillögur um breytingar.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.
„Bæjarstjórn samþykkir framlagða starfsmannastefnu Seyðisfjarðarkaupstaðar.“
6. Verklagsreglur og leiðbeiningar vegna umsókna um gistirekstur.
Áfram til vinnslu.
7. Samningur um styrk – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.
Lögð fram drög að samningi vegna styrkveitingar til gerðar áningarstaðar í Neðri-Staf.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
8. Húsnæðisáætlun.
Áfram í vinnslu.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:06.