Bæjarráð 04.05.16

2359.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 04.05.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:45. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 26.04.16.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 2.05.16.

Fundargerðin samþykkt.

2. Erindi:

2.1. Foreldrafélag Seyðisfjarðarskóla 14.03.16. Hreinsun sparkvallar.

Lagt fram til kynningar. Málið er í vinnslu hjá velferðarnefnd.

2.2. Samorka 29.04.16. Málþing um öryggi neysluvatns hjá minni vatnsveitum.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 3.05.16. Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða – greining á uppbyggingarþörf.

Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélög tilnefni tengiliði sem safni og veiti upplýsingar fyrir áætlunargerðina.

Bæjarráð tilnefnir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa sem tengilið kaupstaðarins.

2.4. Austurbrú 27.04.16. Ársfundur Austurbrúar.

Ársfundur Austurbrúar verður haldinn á Djúpavogi 11. maí. Bæjarráð mun sækja fundinn.

Bæjarráð samþykkir að formaður ráðsins Margrét Guðjónsdóttir fari með atkvæði kaupstaðarins á fundinum.

3. Öldugata 14. Farið yfir stöðu hvað varðar notkun hússins. Áfram í vinnslu. Lögð fram beiðni frá Kristjáni Loðmfjörð um leigu á einu rými í einn mánuð.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

4. Samþykkt um sorphirðu. Lögð fram yfirfarin drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Seyðisfirði með ábendingum sem borist hafa frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands við þær.

Bæjarráð samþykkir að uppfæra drögin í samræmi við ábendingar frá ráðuneytinu og að teknu tilliti til athugasemda frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

 „Bæjarstjórn samþykkir framlögð yfirfarin drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Seyðisfirði“

5. Vestdalseyrin. Lagðar fram hugmyndir sem borist hafa við auglýsingu kaupstaðarins eftir hugmyndum um landnotkun og uppbyggingu á Vestdalseyri. Hugmyndir og ábendingar bárust frá Aðalheiði Borgþórsdóttur, Dýra Jónssyni og Vilhjálmi Jónssyni. Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

 „Bæjarstjórn samþykkir að unnin verði breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að taka saman lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi fyrir Vestdalseyrina sem verslunar- og þjónustusvæði. Helstu forsendur breytinganna miðast við að uppbygging geti átt sér stað á eyrinni í anda liðins tíma. Horft verði til þess að Gránufélagshúsið verði endurreist sem kjarninn í uppbyggingunni. Ennfremur verði höfð hliðsjón af hugmyndum sem borist hafa þannig að þau mannvirki sem er fjallað er um í gögnunum geti orðið að veruleika.“ Jafnframt er skipulagsfulltrúa falinn annar undirbúningur að aðalskipulagsbreytingunni“.

6. Fjármál 2016.

Lagðar fram hugmyndir og verðtilboð frá Hótel Öldunni í búnað og tæki í eldhúsi Herðubreiðar.Um er að ræða stálborð og uppþvottavél.

Bæjarstjóra falið að fara nánar yfir málið með fulltrúum Hótel Öldu í samræmi við umræður á fundinum.

7. Rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar.

Farið yfir hugmyndir LungA skólans um rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka saman drög að tilboðslýsingu til grundvallar auglýsingar eftir rekstraraðila til að sjá um rekstur félagsheimilisins. Lýsingin taki mið af fjölbreyttri starfsemi s.s. félagsstarfi, samkomu- og viðburðahaldi, menningarstarfsemi og veitingarekstri.

8. Seyðisfjarðarskóli, starfsmannamál.

Undir þessum lið vék Þórunn af fundi. Lagðar fram umsóknir um starf skólastjóra Seyðisfjarðarskóla. Fjórar umsóknir bárust um starfið. Umsóknarfrestur rann út 28. apríl s.l. Umsækjendur eru: Jóhanna Thorsteinsson, Lind Völundardóttir, Svandís Egilsdóttir og Þórunn Hrund Óladóttir.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að ferli við undirbúning ráðningarinnar. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að bæjarstjórn ráði í stöðu Skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

Greinargerð.

Staða skólastjóra Seyðisfjarðarskóla er breytt að því leyti að Seyðisfjarðarskóli verður sameinaður/samrekinn grunn-, leik- og tónlistarskóli við upphaf næsta skólaárs, 2016-2017. Mikilvægt er að góð samstaða og traust ríki um ráðninguna. Því samþykkir bæjarráð að leita til sérfræðings í starfsmanna- og ráðningarmálum við ráðningarferlið til að leggja mat á hæfi umsækjenda. Bæjarráði er í erindisbréfi falin ráðning í helstu stjórnunarstöður hjá kaupstaðnum en vegna stöðu hluta umsækjenda í og gagnvart stjórnsýslu kaupstaðarins er lagt til að bæjarstjórn ráði í starfið.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:14.