Bæjarráð 05.04.17

2392.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 05.04.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 27.03.17.

Fundargerðin sem var á dagskrá fundar bæjarráðs 29.03.17 var tekin fyrir að nýju.
Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 3.04.17.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Austurbrú 29.03.17. Ósk um tilnefningar til stjórnar Austurbrúar ses.

Í erindinu er kynnt áætlun um ársfund Austurbrúar ses. þann 8. maí 2017 og óskað eftir tilnefningum frá stofn- og hagsmunaaðilum um tilnefningar í stjórn.

2.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 29.03.17. Fyrirspurn um sameiginlega húsnæðisáætlun.

Lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dagsett 29. mars 2017 um möguleika á gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og telur tækifæri liggja í heildarsýn með sameiginlegri húsnæðisáætlun fyrir Austurland. Vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.3. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 29.03.17. Heilbrigðismál.

Í erindinu, sem er svar við ályktun bæjarráðs vegna minnisblaðs Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) um brýn málefni HSA er gerð grein fyrir störfum stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi vegna málaflokksins. 

2.4. Austurbrú 30.03.17. Fjárhagsáætlun Austurbrúar ses. 2017.

Lögð fram fjárhagsáætlun Austurbrúar ses. fyrir árið 2017 ásamt þjónustusamningi vegna markaðs- og ferðamála og atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

2.5. Alþingi 30.03.17. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 176.

mál.

Lagt fram til kynningar.

2.6. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 31.03.17. Tillaga frá stjórn SvAust ehf. um rekstur félagsins.

Lögð fram skýrsla frá Viaplan –greining á strætókerfi og tillaga stjórnar SVAust um að öll sveitarfélögin á Austurlandi sameinist um rekstur og umsýslu SvAust ehf.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarstjórn að undangenginni kynningu frá stjórn SvAust.

2.7. Ríkiskaup 31.03.17. Rafrænt útboðskerfi.

Lagt fram til kynningar.

2.8. Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands 04.04.17. Erindi vegna viðbótarframlags til Skaftfells.

Í erindinu er gerð grein fyrir þröngri fjárhagsstöðu Skaftfells og óvissu um fjárveitingar ríkisins vegna starfseminnar. Fram kemur að nauðsynlegt kunni að verða að loka miðstöðinni frá og með 1. júlí vegna fjárskorts.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með mennta- og menningarmálaráðherra.

2.9. Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands 04.04.17. Sumargæsla í Skaftfelli.

Í erindinu er fjallað um opnun og gæslu í sýningarsal vegna aukinnar aðsóknar.

Bæjarráð telur erindið fara saman með erindinu í lið 2.8. og mun vinna að báðum erindunum samhliða.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 29. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10.03.17.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 153. fundar félagsmálanefndar frá 29.03.17.

Lögð fram til kynningar.

3.3. Fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30.03.17.

Lögð fram til kynningar.

3.4. Fundargerð 7. fundar stjórnar SSA 28.03.17.

Lögð fram til kynningar.

3.5. Fundargerð 4. fundar samgöngunefndar SSA starfsárið 2016-2017 frá 30.03.17.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Fjármál 2017 - Færsla í afskriftareikning.

Beiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi um samþykkt fyrir færslu gjalda að upphæð 96.863 krónur í afskriftarreikning lögð fram til kynningar.

 

5. Verndarsvæði í byggð – Seyðisfjörður.

Farið yfir stöðu verkefnisins og rætt um afmörkun svæðisins til samræmis við skilmála styrkúthlutunar Minjastofnunar Íslands til verkefnisins.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir að verkefnið afmarkist við Bjólfsgötu, Oddagötu, Öldugötu, Norðurgötu og hluta Vesturvegar.

 

6. Ársreikningur 2016.

Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2016 fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.

Bæjarráð samþykkir drögin og leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2016 til síðari umræðu.“

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:55.