Bæjarráð 06.01.16

2347. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 06.01.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Í upphafi fundar bauð formaður bæjarráðsmenn velkomna til starfa með óskum um gleðilegt nýtt ár og þökkum fyrir það liðna. Jafnframt bar formaður upp afbrigði til að bæta inn lið nr. 1.6, „Erindi frá Skálanessetri 6.01.16. Brú á Austdalsá.“ Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Dagskrá:

1. Erindi:

1.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 23.12.15. Framlenging ákvæðis um B-gatnagerðargjald. Lagt fram til kynningar. Ákvæðið hefur verið framlengt til ársloka 2017. Bæjarstjóra falið að undirbúa áætlun um lok gatnagerðarframkvæmda samkvæmt ákvæðinu á forsendum þess.

1.2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 30.10.15. Eftirlitsskýrsla fyrir áhaldahús. Lagt fram til kynningar.

1.3. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 30.10.15. Eftirlitsskýrsla fyrir móttökustöð. Lagt fram til kynningar.

1.4. Margrét Inga Guðmundsdóttir 29.12.15. Styrkumsókn til að sækja nám í sjúkraflutningaskólanum. Bæjarráð fagnar áhuganum og rökum sem fram koma í erindinu en telur það heyra til annars staðar og óskar umsækjanda góðs gengis.

1.5. Landsbankinn 28.12.15. Bankaafgreiðsla á Seyðisfirði. Lagt fram til kynningar.

1.6. Skálanessetur 06.01.16. Brú á Austdalsá. Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari upplýsingum frá bréfritara.

2. Skólamötuneyti. Farið yfir stöðu mála. Áfram í vinnslu þegar frekari gögn berast.

3. Liður 2.4. frá 2343. fundi bæjarráðs, erindi frá Hagvangi. Upplýsingar um þjónustu sem boðin var í erindinu kynntar. Bæjarráð telur að árangur þjónustunnar þurfi að skýrast frekar áður en hugað verði að því að nýta hana.

4. Miðstöð menningarfræða. Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum bæjarráðs á framfæri við verktaka og ítreka óskir um upplýsingar um stöðu mála.

5. Veitumál. Bæjarráð samþykkir að óska eftir mati frá byggingarfulltrúa á stöðu varðandi afköst fráveitu og afrennsli vegna stórviðra á borð við þau sem urðu milli jóla og nýárs í desember s.l.

6. Starfsmannamál. Tekin fyrir starfsmannastefna kaupstaðarins og fleiri atriði sem tengjast starfsmannamálum. Samþykkt að meta þörf fyrir endurskoðun og mögulegt umfang hennar.

7. Liður 3.2. frá 2346. fundi bæjarráðs. Erindi frá Sýslumanninum á Austurlandi frá 03.12.15. Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar að Ránargötu 8 til umsagnar. Umsögn hefur borist frá byggingarfulltrúa um umsóknina. Samþykkt að afla nánari upplýsinga um málið.

8. Gjaldskrár. Farið yfir ábendingar sem borist hafa við gjaldskrár 2016. Samþykkt að fela atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að taka saman tillögur um breytingar fyrir næsta fund.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:38.