Bæjarráð 06.09.17

2406. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 6.09.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 1.2. „Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1.  Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 4.09.17.

Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 5.09.17.

Vegna liðar 5 í fundargerðinni „Lokun fjarvarmaveitu“, felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 29.08.17. Eftirlitsskýrsla 2017 – Sundhöll.

Bæjarráð vísar ábendingu í skýrslunni til úrvinnslu hjá forstöðumanni Sundhallar og bæjarverkstjóra.

2.2. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 30.08.17. – Styrkbeiðni

Bæjarráð samþykkir að verða við styrkbeiðninni af lið 2159-9191.

2.3. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 02.09.17. Skipting á lífeyrisskuldbindingu vegna Skipulagsstofu Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið 04.09.17. Dagur íslenskrar náttúru 2017.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 12. fundar stjórnar SSA frá 29.08.17.

Lögð fram til kynningar.

Bæjarráð tekur undir bókun í lið 3d í fundargerðinni um Fjarðarheiðargöng sem sýnir svo ekki verður um villst að full eining er meðal sveitarfélaga á Austurlandi um að Fjarðarheiðargöng eru forgangsverkefni í samgöngumálum á Austurlandi. Að gefnu tilefni áréttar bæjarráð sérstaklega að sú niðurstaða byggir á ítarlegum samanburði á jarðgangakostum og umfjöllun um þá af hálfu fagaðila, sveitarfélaga, þingmanna Norðausturkjördæmis og íbúa á Seyðisfirði á íbúafundum. Eins og fram kemur í ályktun stjórnar SSA eru Fjarðarheiðargöng nú þegar í samgönguáætlun í beinu framhaldi af Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og unnið að undirbúningi þeirra samkvæmt rannsóknaráætlun Vegagerðarinnar.

 

4. Samgönguþing 2017.

Bæjarráð samþykkir að sækja samgönguþing 2017.

 

5. Listaverk – staðarval.

Bæjarráð samþykkir fram komna tillögu um að verkinu verði fundinn staður í Öldutúni og felur þjónustufulltrúa umsjón framkvæmdarinnar í samráði við húsráðendur.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:48.