Bæjarráð 06.10.16

2372.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar 

Fimmtudaginn 06.10.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Miðstöð menningarfræða.

Á fundinn undir þessum lið mættu Jóna Árný Þórðardóttir og Anna Alexandersdóttir frá Austurbrú og Þórunn Hrund Óladóttir í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur og kynntu hugmyndir Austurbrúar vegna samnings um starfsemi Miðstöðvar menningarfræða.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð 7. fundar fræðslunefndar frá 3.10.16.

Fundargerðin samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 23.09.16. Eftirlitsskýrsla fyrir félagsheimilið Herðubreið 2016.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands 27.09.16. Ágóðahlutagreiðsla 2016.

Í erindinu er tilkynnt um útgreiðslu ágóðahlutar félagsins 2016. Stjórnin samþykkti að greiða út 50 milljónir króna. Hlutur kaupstaðarins nemur 1,653%.

3.3. Ólöf Hulda Sveinsdóttir 28.09.16. Veggur við gagnstétt við Múlaveg.

Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að taka saman upplýsingar um hlut veggjarins utan lóðar og kostnað við hann.

3.4. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 29.09.16. Gömul krafa og reikningsjöfnuður.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

3.5. Vista Expo ehf 05.10.16. Ráðstefnan Bílar fólk og framtíðin.

Lagður fram tölvupóstur með boði á ráðstefnuna „Bílar, fólk og framtíðin.

Bæjarráð samþykkir að eiga fulltrúa á fundinum.

 

4. Fjármál 2016.

Beiðni frá Sýslumanni um samþykkt fyrir færslu gjalda í afskriftareikning lögð fram til kynningar.

 

5. List í ljósi 2017.

Lögð fram áætlun og styrkbeiðni frá aðstandendum Listar í Ljósi um ljósahátíð 2017.

Bæjarráð samþykkir að vísa beiðninni til gerðar fjárhagsáætlunar.

 

6. Hættumat vegna breytingar á aðalskipulagi í Lönguhlíð.

Kynnt lausleg áætlun Veðurstofu Íslands um gerð hættumats vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir Lönguhlíð.

 

7. Áttin.

Bæjarstjóri greindi frá kynningarfundi sem Austurbrú hélt á Seyðisfirði um Áttina og möguleika til námskeiðahalds til að efla og mennta starfsfólk og gerðar fræðsluáætlunar.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:26.