Bæjarráð 06.12.17
Fundargerð 2416. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 6.12.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 13:00.
Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 27.11.17.
Fundargerðin samþykkt.
1.2. Fundargerð fræðslunefndar frá 28.11.17.
Fundargerðin samþykkt.
1.3. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 4.12.17.
Fundargerðin samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Snorrasjóður 20.11.17. Stuðningur við Snorraverkefnið 2018.
Lagt fram til kynningar.
2.2. Velferðarráðuneytið 28.11.17. Aðgerð A3 skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.
Í erindinu er gerð grein fyrir aðgerð A3 sem eru áætlanir um úrbætur á aðgengi og aðgengisfulltrúa.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
2.3. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 29.11.17. Eftirlitsskýrsla 2017 – Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar.
Lögð fram til kynningar.
2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 30.11.17. Í skugga valdsins – samþykkt stjórnar sambandsins.
Lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að senda samþykktina fastanefndum til kynningar.
2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 30.11.17. Samþykkt stjórnar sambandsins um skýrslu nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu og skýrslunni til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
2.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 04.12.17. Vernd og endurheimt votlendis.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.
2.7. Ríkiskaup 5.12.17. Tilkynning um samningslok.
Lagt fram til kynningar.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga árið 2017 frá 27.11.17.
Lögð fram til kynningar.
4. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2018.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2018 fyrir:
- Seyðisfjarðarskóla – leikskóladeild.
- Seyðisfjarðarskóla – grunnskóladeild.
- Seyðisfjarðarskóla – listadeild.
- Bókasafn Seyðisfjarðar.
- Vinnuskóla – garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
- Leikjanámskeið.
- Íþróttamiðstöð.
- Sundhöll.
- Sorphirðu og sorpeyðingu – meðhöndlun úrgangs.
- Tjaldsvæði.
- Bæjarskrifstofu.
- Áhaldahús – gjaldskrá innri þjónustu.
- Vatnsveitu.
- Fráveitu.“
5. Fjárhagsáætlun 2018.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.
„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2019 til 2021.“
6. Drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpi um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Bæjarráð tekur undir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um nauðsyn þess að árlegar fjárheimildir Ofanflóðasjóðs verði hækkaðar með hliðsjón af þeim verkefnum sem bíða aðkomu sjóðsins. Jafnframt vill bæjarráð koma á framfæri því sjónarmiði að tekjum Ofanflóðasjóðs verði áfram haldið aðgreindum sem mörkuðum tekjum sem væntanlega leggjast af þegar verkefnum við ofanflóðavarnir verður lokið.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:09.