Bæjarráð 07.02.18

Fundargerð 2421. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 7.02.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.  

Fundinn sátu: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 29.01.18.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 1 í fundargerðinni „Snjómokstur, kvartanir, endurskoðun á snjómoksturskorti“ að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 3 í fundargerðinni „Davíðsstaðir tillaga á vinnslustigi“ að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Með vísan til tillögu umhverfisnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við verkefnislýsingu fyrir tillögu að breyttu aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Davíðsstaðir áður Hleinagarður II“.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 4 í fundargerðinni „Lagarfell tillaga á vinnslustigi“ að leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Með vísan til tillögu umhverfisnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, blönduð byggð í Fellabæ“.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 25.01.18. Samningar um samstarf sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Alþingi 31.01.18. Þingsályktunartillaga um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50.mál.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Umhverfisstofnun 23.01.18. Hreindýraarður 2017.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 30.01.18. Drög að lagafrumvarpi um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Fljótsdalshérað 31.01.18. Viðauki við samning vegna „Sænska módelsins“.

Lögð fram gögn frá Fljótsdalshéraði um „Sænska módelið“ og viðauki við samstarfssamning um félagsþjónustu og barnavernd.

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn samþykkir að Seyðisfjarðarkaupstaður verði aðili að verkefninu og felur bæjarstjóra að undirrita viðaukann“.

2.6. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 5.02.18. Samningar um samstarf sveitarfélaga.

Í erindinu er tillaga um að Samband sveitarfélaga á Austurlandi taki saman greinargerð um samningana.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti.

2.7. ÚÍA 5.02.18. #Metoo umræða.

Lagt fram til kynningar.

2.8. Samband íslenskra sveitarfélaga 5.02.18. Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Í erindinu eru sveitarfélög m.a. hvött til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi,  kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Bæjarráð bókaði tillögu sama efnis fyrir bæjarstjórn 31. janúar sl.

2.9. Mennta- og menningarmálaráðuneytið 6.02.18. Pisa 2018 fyrir 15 ára nemendur.

Lagt fram til kynningar.

2.10. Landbúnaðarháskóli Íslands 6.02.18. Möguleikar í staðbundinni vinnslu metans og nýtingu orkunnar í héraði.

Gert er ráð fyrir að fulltrúar Landbúnaðarháskólans komi til fundar og kynni málið frekar. Jafnframt hefur hópurinn kynnt verkefnið teymi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðueytisins sem vinnur að athugunum á húsahitunarmöguleikum á Seyðisfirði.

2.11. Rannveig Þórhallsdóttir 6.02.18. Upplýsingar vegna styrkveitingar til MA verkefnis um fjallkonuna.

Í erindinu gerir styrkhafi grein fyrir nýtingu styrkfjár og framvindu verkefnisins. Í lok vinnsluferlis verður Bókasafni Seyðisfjarðar afhent eitt eintak af ritgerðinni til að bæjarbúar geti kynnt sér niðurstöðurnar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 22.01.18.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi frá 31.01.18.

Lögð fram til kynningar.

 

4. Reglur um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila.

Kynnt.

 

5. Lýðræðisstefna.

Lögð fram drög að stefnuskjali vegna lýðræðisstefnu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Bæjarráð samþykkir að vísa skjalinu til atvinnu- og framtíðamálanefndar vegna vinnu við heildarstefnumótun sem nú er í vinnslu.

 

6. Lokun hitaveitu  - Byggðaáætlun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma stöðu málsins á framfæri við endurskoðun byggðaáætlunar.

 

7. Umsókn um styrk fyrir menningarstarfsemi – Saga Eiðaskóla.

Bæjarráð samþykkir styrk vegna verkefnisins að upphæð 70.000 krónur af lið 2159-9191.

 

8. Götulýsing við Síldarvinnsluna og niðurfelling á þjóðvegi.

Bæjarráð samþykkir að bjóða svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi til fundar um málið.

 

9. Fjármál 2018

Farið yfir nokkur atriði tengd fjármálum 2018.

 

10. Austurvegur 22.

Umræða um Austurveg 22, Steinholt.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá verðmat fasteignasala á eigninni.

 

11. Herðubreið.

Umræða um stöðu og afleiðingar vegna vatnstjóns í félagsheimilinu Herðubreið. M.a. rætt um endurhönnun frágangs lagna, eldhúsaðstöðu og að koma fyrir hurð á suðurhlið hátíðarsalar um leið og skipt verður um glugga á sömu hlið.

Bæjarstjóra falið að ræða við Minjastofnun um málið.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:29.