Bæjarráð 07.03.18
Fundargerð 2424. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 07.03.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00.
Fundinn sátu: Arnbjörg Sveinsdóttir í fjarveru Margrétar Guðjónsdóttur, Elfa Hlín Pétursdóttir, og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Erindi:
1.1. Ferðamálastofa 28.02.18. Styrkur til rekstrar upplýsingamiðstöðva fyrir árið 2018.
Í erindinu eru boðin framlög sambærileg og undanfarin ár til rekstrar upplýsingamiðstöðva. Jafnframt er vakin athygli á endurskoðun þess með hvaða hætti haga skuli upplýsingagjöf til ferðamanna á komandi árum og fjármögnun hennar. Atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hefur þegar leitað eftir framlagi vegna þessa árs.
Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði er skilgreind sem landamærastöð hjá Ferðamálastofu. Hún er í reynd að þjóna landinu öllu. Seyðisfjarðarkaupstaður rekur hana með óverulegum framlögum frá Ferðamálastofu. Verulegur ávinningur er af starfsemi hennar, einkum í öryggislegu en einnig umhverfislegu tilliti svo og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustuaðila.
Bæjarráð vekur athygli ferðamálastofu á að eðlilegt hlýtur að teljast að upplýsingamiðstöðvar verði að fullu fjármagnaðar í gegnum Ferðamálastofu og/eða af opinberu fé. Sveitarfélögum hafi ekki verið markaðir tekjustofnar vegna ferðamennsku. Fjarri lagi sé að upplýsingamiðstöðvarnar gagnist sérstaklega þeim sveitarfélögum þar sem þær eðli máls samkvæmt eru staðsettar.
Um leið áréttar bæjarráð að upplýsingamiðstöðvarnar veita mikilvægar upplýsingar sem greiða umferð og auka öryggi ferðamanna og vegfarenda sem kemur veghöldurum og viðbragðsaðilum auk ferðamannanna til góða og til þess fallnar að draga úr útgjöldum vegna óhappa og/eða útkalla sem hægt er að komast hjá.
1.2. Samorka 1.03.18. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum.
Sérálit fulltrúa Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tillögu umhverfis- og auðlindaráðuneytis að breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Bæjarráð samþykkir að vísa álitinu til umhverfisnefndar til umfjöllunar.
1.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 1.03.18. Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Í erindinu er vakin athygli á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarslögulegum minjum og verkefnaáætlun til þriggja ára.
Bæjarráð samþykkir að fela ferða- og menningarnefnd og umhverfisnefnd að taka saman drög að umsögn kaupstaðarins.
1.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 5.03.18. CEMR conference 2018.
Í erindinu er vakin athygli á ráðstefnu sem tengist jafnréttis-, innflytjenda- og mannréttindamálum.
1.5. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 5.03.18. Beiðni um viðbótarframlag vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu fyrir sitt leyti.
1.6. Samband íslenskra sveitarfélaga 6.03.18. Staða persónuverndarmála.
Lögð fram fundargerð fundar lögfræðingahóps um persónuverndarmál og farið yfir ýmsar upplýsingar vegna málsins.
1.7. Austurbrú 6.03.18. Fundarboð á ársfund Austurbrúar 2018.
Í erindinu er boðað til ársfundar Austurbrúar 20. mars 2018.
Bæjarráð samþykkir að Margrét Guðjónsdóttir formaður bæjarráðs verði fulltrúi kaupstaðarins á fundinum og Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, til vara.
1.8. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. 7.03.18. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2018
Í erindinu er boðað til ársfundar Austurbrúar 23. mars 2018. Bæjarstjóri fer með atkvæðisrétt kaupstaðarins á fundinum.
2. Fjármál 2018.
Farið yfir ýmiss atriði viðkomandi fjármálum ársins 2018.
3. Svæðisskipulag Austurlands.
Lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra svæðisskipulags Austurlands. Í minnisblaðinu er leitað samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélaga til að senda verkefnislýsingu að svæðisskipulagi Austurlands til umsagnar Skipulagsstofnunar og annara umsagnaraðila og kynna hana fyrir almenningi.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn.
„Bæjarstjórn samþykkir sitt leyti að verkefnislýsingin gangi í hefðbundið umsagnarferli.“
4. Garðarsvöllur.
Farið yfir samskipti við knattspyrnudeild Hugins um undirbúning endurgerðar yfirborðs vallarins. Áfram í vinnslu.
5. Fundur með samgönguráði.
Arnbjörg Sveinsdóttir verður fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar á fundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi með Samgönguráði þann 8. mars 2018 vegna undirbúnings tillögu að samgönguáætlun.
6. Samningur um skráningu.
Lögð fram drög að samningi við Héraðsskjalasafn Austfirðinga um skráninga gagna og frágang í vörslu safnsins.
Bæjarstjóra falið að ræða við héraðsskjalavörð um verkefnið.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:48.