2429. Bæjarráð 07.05.18
Fundargerð 2429. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar
Mánudaginn 7.05.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:30.
Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Stefnumótun – Bráðabirgðaskýrsla.
Á fundinn undir þessum lið mætti Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi og kynnti drög að bráðabirgðaskýrslu um stefnumótun Seyðisfjarðarkaupstaðar. Í skýrslunni er samanteknar helstu niðurstöður og tillögur úr vinnu frá íbúafundum og nefndum kaupstaðarins.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögunum til umfjöllunar í bæjarstjórn.
2. Stefna fyrir bókasafn.
Lögð fram drög að stefnu fyrir bókasafn Seyðisfjarðar. Dagný Erla Ómarsdóttir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi kynnti drögin.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að bókasafnsstefnu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Jafnframt samþykkir bæjarráð með vísan til umfjöllunar um stefnuna í ferða- og menningarnefnd, fræðslunefnd og forstöðumanna sem í hlut eiga að staða bókasafns í stjórnskipan kaupstaðarins verði með sama hætti og verið hefur en að gert verði samkomulag milli Seyðisfjarðarskóla og safnsins um þjónustu þess við skólann.
3. Ársreikningur 2017.
Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2017 fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins – trúnaðarmál. Frá því að reikningurinn lá fyrir við fyrri umræðu hafa verið unnar minni háttar leiðréttingar. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar.
Bæjarráð samþykkir ársreikninginn og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
4. Fundargerðir:
4.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 26.04.18.
Vegna liðar 1 í fundargerðinni „Umsókn um launalaust leyfi“ og að í umsókninni er óskað eftir launalausu leyfi og/eða tilfærslu í starfi, felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.
Vegna liðar 3 í fundargerðinni „Beiðni um aukið kennslumagn í grunnskóladeild 2018-2019“ felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fundargerðin samþykkt.
4.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 30.04.18.
Vegna liðar 4 í fundargerðinni „BR tilkynning fundargerð 2425-2.1 kolefnisbinding í skógum“ vísar bæjarráð tillögu umhverfisnefndar um samantekt upplýsinga um stöðu skógræktarsvæða í bænum til bæjarstjórnar.
Fundargerðin samþykkt.
5. Erindi:
5.1. Samband íslenskra sveitarfélaga 24.04.18. Snjallborgir og ráðstefna.
Lagt fram til kynningar.
5.2. Skógarafurðir ehf 26.04.18. Minnkun förugnarkostnaðar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
5.3. Austurbrú 30.04.18. Rannsókn á aðlögun og upplifun innflytjenda á Austurlandi – niðurstöður.
Lögð fram skýrsla um rannsókn og upplifun innflytjenda á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til þjónustufulltrúa.
5.4. Samorka 4.05.18. Fagþing Samorku 2018 – Hitaveitur -Fráveitur – Vatnsveitur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja þingið hafi hann tök á því.
6. Samstarf sveitarfélaga:
6.1. Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 18.04.18.
Lögð fram til kynningar.
7. Fjármál 2018.
Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 31.03.18 og farið yfir ýmiss atriði varðandi rekstur og framkvæmdir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018:
Viðauki nr. 2, launaliður: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 2.352.100 krónur.
Viðauki nr. 3, deild 2802, útgjöld vegna lægri tekna en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.311.834 krónur.
Viðauki númer 4, deildir 3250 og 0541, tekjur umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 4.900.000 krónur. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni og deildir: 3250-Gamli skóli 04-211B krónur 2.000.000, 3250 Hafnargata 44 32-BÆJAR krónur 1.000.000, 3250 Suðurgata 5 32-SUNDH og 0541 Söguritun krónur 400.000.
Viðauki nr. 5, deild 31102 Viðhald ósundurliðað krónur 6.262.620 jafnað á deild 3250 Eignir 32-HERÐUBR.
Nettóbreyting viðauka nemur 1.236.066 tekjumegin í reikningshaldi kaupstaðarins.
8. Vestdalseyri – Breyting á aðalskipulagi – fornleifaskráning.
Lögð fram drög að skýrslu vegna fornleifaskráningar á Vestdalseyri
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: Bæjarstjórn samþykkir að birta skýrsluna „Fornleifar á Vestdalseyri„ á vef kaupstaðarins og óska eftir athugasemdum og viðbótum við hana. Gefinn verði frestur til að skila athugasemdum og viðbótum til 20. júní 2018.“
9. Húsnæðismál.
Farið yfir fram komnar hugmyndir frá sérfræðingum Íbúðalánasjóðs um að auka vægi stofnframlaga til byggingar almennra íbúða á landsbyggðinni þar sem húsnæðisskortur er mestur og misvægi milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs hamlar uppbyggingu.
10. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að lánssamningum við Lánasjóð sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir lántöku að fjárhæð 18 milljónum króna vegna uppgjörs aðalsjóðs við Brú lífeyrissjóð.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
11. Persónuverndarmál.
Staða undirbúnings vegna innleiðingar væntanlegrar persónuverndarlöggjafar rædd m.a. með hliðsjónum af framkomunum upplýsingum vegna breytinga á lagafrumvarpi þar að lútandi.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:13.