Bæjarráð 08.11.17

2412. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 8.11.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 13:05. 

Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 24.10.17.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Héraðsskjalasafn Austfirðinga 1.11.17. Aðalfundur 2017.

Bæjarráð samþykkir að Dagný Erla Ómarsdóttir verði fulltrúi kaupstaðarins á fundinum.

2.2. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands 30.10.17. Ágóðahlutagreiðsla 2017.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Knattspyrnudeild Hugins 4.11.17. Endurnýjun yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

2.4. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 7.11.17. Breytingar á reglugerð 814/2000.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í velferðarnefnd.

2.5. Skaftfell 07.11.17. Framlag 2018.

Í erindinu er óska eftir að flýtt verði hluta fyrstu greiðslu kaupstaðarins árið 2018 samkvæmt samningi Seyðisfjarðarkaupstaðar, Skaftfells og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

 

3. Fjármál 2017.

Lagðar fram yfirlýsingar í tengslum við frjálsa skráningu, yfirlýsingar leigutaka um samþykki fyrir frjálsri skráningu og húsaleigusamningar um leigu slökkviliðs og áhaldahúss á Ránargötu 2 frá Hafnarsjóði.

Bæjarráð samþykkir yfirlýsingar og húsaleigusamninga fyrir sitt leyti.

 

4. Fjárhagsáætlun 2018. 

Áfram unnið að undirbúningi fyrir fjárhagsáætlun 2018. Aukafundur á næstu dögum.

 

5. Ísland ljóstengt 2018.

Bæjarstjóra falið að senda umsókn kaupstaðarins í Ísland ljóstengt 2018.

 

6. Húsnæðismál.

Farið yfir fyrirspurn frá Og Synir / Ofurtólið ehf. um íbúðarbyggingar.

Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga vegna málsins.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:56.