Bæjarráð 10.02.16

2349.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar.

Miðvikudaginn 10.02.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 15:45. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 4.01.16. Frestað.

2. Erindi:

2.1. Alþingi 27.01.16. Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál. Lagt fram til kynningar.

2.2. Alþingi 27.01.16. Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál. Lagt fram til kynningar.

2.3. Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir 27.01.16. Styrkbeiðni vegna blakdeildar Hugins. Lagt fram til kynningar. Vísað til liðar 4 á fundinum.

2.4. Alþingi 29.01.16. Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis) 13. mál. Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, hvort heldur frumvarpið verði samþykkt og enn frekar verði svo, til að efla verulega mótvægisþætti sem lúta að lýðheilsu og forvörnum vegna heilsufars- og félagslegs vanda sem tengist notkun áfengis. Í því skyni verði mörkuðum hluta tekna af sölu áfengis varið beint til þess.

2.5. Ágúst T. Magnússon 29.01.16. Uppsögn leigu Hamrabakka 8, íbúð 101. Ósk um styttan uppsagnarfrest. Bæjarráð samþykkir erindið.

2.6. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs 1.02.16. Lögð fram eftirfarandi gögn frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs til kynningar: Starfsáætlun fyrir árið 2016, gjaldskrá heimaþjónustu 2016, yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð aðildarsveitarfélaga, yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga í aðildarsveitarfélögunum fyrir árið 2015, upplýsingar um grunnfjárhæð framfærslustyrks fyrir árið 2016. Bæjarráð samþykkir að vísa gögnunum til kynningar í velferðarnefnd.

2.7. Sýslumaðurinn á Austurlandi 3.02.16. Umsókn frá Gunnari S. – Ej–Waage ehf. um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar að Austurvegi 18-20 til umsagnar. Bæjarráð felur umhverfisnefnd að vinna tillögu að umsögn vegna umsóknarinnar.

2.8. Umboðsmaður barna 4.02.16. Áskorun vegna niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Í erindinu eru sveitarfélög minnt á að setja hagsmuni barna í forgang og minnt á fyrri áskoranir sama efnis. Af tilefninu tekur bæjarráð fram að ekki er fyrirhugaður niðurskurður hjá Seyðisfjarðarkaupstað í þá veru sem vitnað er til og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri við Umboðsmann barna.

2.9. Samband íslenskra sveitarfélaga 5.02.16. Fundur um samstarf ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál. Lagt fram til kynningar.

2.10. Alþingi 5.02.16. Þingsályktunartilaga um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál. Bæjarráð Seyðisfjarðar telur að við umfjöllun um tillöguna ætti að horfa til og meta starf og árangur þeirra embætta umboðsmanna sem þegar hefur verið stofnað til og hvort það sé lögmál að þjónusta um umgjörð mála batni með sífellt fleiri embættum. Þá bendir bæjarráð á vegna umræðu um flutning stofnana út á land, að verði af stofnun embættis umboðsmanns aldraðra verði því fundinn staður út á landi þar sem þörf sé fyrir að treysta fjölbreytni atvinnumöguleika og atvinnustig.

2.11. Ríkiskaup 5.02.16. Aðild sveitarfélaga að rammasamningum ríkisins 2016. Bæjarráð samþykkir aðild að rammasamningskerfi Ríkiskaupa fyrir árið 2016.

2.12. Knattspyrnudeild Hugins 7.02.16. Líkamsrækt. Lagt fram til kynningar. Vísað til liðar 4 á fundinum.

2.13. Raddlist ehf 7.02.16. Námsstefna fyrir stjórnendur sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 141. fundar félagsmálanefndar frá 27.01.16. Lögð fram til kynningar.

4. Íþróttafélagið Hugin, samstarfssamningur. Lögð fram drög að samningi milli Seyðisfjarðarkaupstaðar og íþróttafélagsins Hugins. Samþykkt að kynna samningsdrög um samstarfssamning fyrir aðalstjórn Íþróttafélagsins Hugins.

Varðandi erindi í lið 2.3. í fundargerðinni „Guðrún Vilborg Borgþórsdóttir 27.01.16. Styrkbeiðni vegna blakdeildar Hugins“. samþykkir bæjarráð að styrkja starf blakdeildar Hugins með framlagi vegna leigu íþróttasalar vegna æfinga fullorðinna til loka maí 2016, erindinu að öðru leyti synjað. Bæjarstjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna styrksins.

Varðandi erindi í lið 2.12. „Knattspyrnudeild Hugins 7.02.16. Líkamsrækt.“ samþykkir bæjarráð að styðja við starf knattspyrnudeildar Hugins með lausum tímum í íþróttasal og líkamsrækt vegna æfinga meistaraflokks, þar til að aðstaða verður til æfinga á vallaraðstöðu kaupstaðarins utanhúss. Hafa þarf samráð við  forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar um lausa tíma. Forstöðumanni falið að skila upplýsingum um notkun til bæjarskrifstofu. Bæjarstjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna styrksins.

5. Liður 2.3. frá 2330.fundi bæjarráðs. „Sýslumaðurinn á Austurlandi 22.06.15. Varðar: Umsókn um leyfi til sölu gistingar. Lagðar fram upplýsingar vegna umsóknarinnar um leyfi til sölu gistingar að Austurvegi 13b frá Dóru Kristínu Halldórsdóttur. Bæjarráð felur umhverfisnefnd að vinna tillögu að umsögn vegna umsóknarinnar.

  1. Liður 1.3 frá 2348. fundargerð bæjarráðs vegna liðar 1 í fundargerð umhverfisnefndar frá 25.01.16 „Norðurgata 8 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga og vegna liðar 3 í sömu fundargerð „ Deiliskipulagslýsing við Ársstíg“. Vegna liðar 1 í fundargerð umhverfisnefndar. Margrét vék af fundi meðan fjallað var um þennan lið. Lagðar fram upplýsingar frá umhverfisnefnd vegna Norðurgötu 8. Áfram í vinnslu hjá umhverfisnefnd. Vegna liðar 3 í fundargerðinni samþykkir bæjarráð að leggja fyrir umhverfisnefnd til yfirferðar lokaskýrslu Fjarðarárvirkjunar og fleiri gögn sem tengjast málinu. 

6. Miðstöð menningarfræða. Frestað.

7. Samningur við N4 vegna þáttagerðar á Austurlandi 2016. Lagður fram samningur við N4 sem samþykkti breytingatillögur bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir samninginn.

8. Vestdalseyri – Hugmyndasamkeppni. Þann 17. desember s.l. var auglýst eftir hugmyndum um landnotkun og uppbyggingu á Vestdalseyri. Ekki bárust hugmyndir. Samþykkt að auglýsa að nýju eftir hugmyndum og að skilafrestur verði til 30. apríl 2016.

9. Áhersluverkefni SSA 2016. Áhersluverkefni SSA 2016 kynnt, helstu áherslur eru  menningarmál , markaðssetning Egilsstaðaflugvallar og svæðisskipulag Austurlands.

10. Afmælismálþing SSA 2016. Formaður sem sæti á í stjórn SSA greindi frá því að fyrirhugað væri af stjórn SSA að halda málþing í tilefni 70 ára afmæli SSA sem er á árinu.

11. Fjármál 2016. Farið yfir nokkur verkefni og liði sem tengjast fjármálum 2016.

12. Samningur um innheimtu. Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Motus ehf og Lögheimtuna ehf“.

13. Öldugata 14. Bæjarráð samþykkir að vegna viðhalds verða skrifstofur snjóeftirlitsmanns, bæjarverkstjóra og aðstaða leigjenda í áhaldahúsi fluttar tímabundið í Öldugötu 14.

14. Viðmiðanir vegna samningagerðar og afnota íþróttafélaga, björgunarsveita, slökkviliðs og nema af Sundhöll Seyðisfjarðarkaupstaðar. Bæjarráð samþykkir viðmiðin fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að þau verði samþykkt.

 Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:02.