Bæjarráð 10.11.17
2413. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Föstudaginn 10.11.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00.
Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Útsvar fyrir árið 2018.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að útsvar ársins 2018 verði 14,52 af útsvarsstofni.“
2. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2018.
Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.
„Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir eftirfarandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2018:
- A flokkur verði 0,625% af fasteignamati.
- B flokkur verði 1,32% af fasteignamati.
- C flokkur verði 1,65% af fasteignamati.
- Lóðarleiga verði 2% af mati lóðar.
- Holræsagjald verði 0,335% af fasteignamati húss og lóðar.
- Vatnsskattur verði: A liður 0,320% af gjaldstofni og B liður 0,445% af gjaldstofni.
- Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld fyrir heimili:
a) Sorphirðugjald kr. 19.544 á íbúð.
b) Sorpeyðingargjald kr. 7.890 á íbúð. - Álagning fasteignagjalda og þjónustugjalda í fyrrverandi Seyðisfjarðarhreppi:
Álagning á útihús og önnur mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði verði 0,4 % af fasteignamati.
Þjónustugjöld verða ekki álögð árið 2018 nema sorphirðu- og sorpeyðingargjald.
Gjalddagar fasteignagjalda verða átta: 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst og 15. september.
3. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2018.
Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagðar tillögur að þjónustugjaldskrám Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2018 fyrir:
- Seyðisfjarðarskóla – Leikskóladeild.
- Bókasafn
- Vinnuskóla – Garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
- Leikjanámskeið
- Íþróttamiðstöð
- Sundhöll
- Tjaldsvæði
- Bæjarskrifstofu
- Áhaldahús – Gjaldskrá innri þjónustu.
- Vatnsveitu
- Fráveitu.
4. Fjárhagsáætlun 2018.
Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.
„Bæjarstjórn samþykkir til síðari umræðu framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð, fyrirtæki, stofnanir og sjóði kaupstaðarins fyrir árið 2018, þriggja ára áætlun fyrir árin 2019 til 2021.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:38.