Bæjarráð 10.01.18

Fundargerð 2419. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 10.11.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 5, „Verndarsvæði í byggð Seyðisfjörður og lið nr. 7, „Reglur um afslátt frá fasteignaskatti“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Ísafjarðarbær 20.12.17. Drög að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Fjallabyggð 2.01.18. Drög að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

Lagt fram til kynningar.

1.3. Brunavarnir á Austurlandi 3.01.18. Fyrirspurn um skipulag.

Lagt fram til kynningar.

1.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 3.01.18. Staða landsbyggða í Evrópu – þróun og ábendingar um stefnumótun og úrræði.

Lagt fram til kynningar.

1.5. Kennarasamband Íslands 4.01.18. Beiðni um afrit af gögnum og biðlaun.

Í erindinu er óskað eftir afritum af gögnum vegna ráðningar í starfs skólastjóra 2016 og biðlaunum.

Bæjarráð telur ekki forsendur til að verða við beiðni um biðlaun og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

1.6. Sýslumaðurinn á Austurlandi 5.01.18. Umsókn um tækifærisleyfi – Þorrablót Seyðfirðinga.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla umsagna frá byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti og afhenda með umsögn bæjarráðs.

1.7. Samband íslenskra sjávarútvegssveitarfélaga 5.01.18. Stefnumótun samtakanna í fiskeldi.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi kaupstaðarins á fundi Samtaka sjávarútvegsfélaga um stefnumótun í fiskeldi.

 

2. Fjármál 2017.

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi um að færa opinber gjöld að upphæð 292.481 krónu á afskriftarreikning.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

 

3. Uppgjör við Brú lífeyrissjóð.

Lögð fram drög að samningum vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð vegna samninga um uppgjörshluta kaupstaðarins. Áfram í vinnslu.

 

4. Samningur við Vegagerðina um þjónustu gatna í þéttbýli.

Lagður fram samningur við Vegagerðina um þjónustu þjóðvega í þéttbýli.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

5. Verndarsvæði í byggð – Seyðisfjörður.

Bæjarráð samþykkir að áfangar við Verndarsvæði í byggð Seyðisfjörður verði sameinaðir og unnir í einu lagi.

 

6. Reglur um afslátt frá fasteignaskatti.

Lögð fram drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2018.

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn.

„Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti árið 2018“.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:20.