Bæjarráð 11.04.16

2356.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Mánudaginn 11.04.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 14:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð. Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 1.02.16. Fundargerðin samþykkt.

1.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 22.02.16. Við umfjöllun um lið 1 og 2 í fundargerðinni vék Margrét af fundi. Fundargerðin samþykkt.

1.3. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 4.04.16. Fundargerðin samþykkt.

1.4. Fundargerð umhverfisnefndar frá 4.04.16. Við umfjöllun um lið 2 í fundargerðinni vék Margrét af fundi. Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Háskólinn á Akureyri 31.03.16. Málstofa í Háskólanum á Akureyri um samvinnu sveitarfélaga. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á málþingið.

2.2. Fljótsdalshérað 4.04.2016. Bókun bæjarráðs vegna 2. liðar d, í fundargerð Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Í bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs lýsir það yfir eindregnum áhuga á því að koma á tengingu hitaveitu og neysluvatns til Seyðisfjarðar um væntanlega Fjarðarheiðargöng. Bæjarráð fagnar áhuga bæjarráðs Fljótsdalshéraðs á því að koma að veitumálum í kaupstaðnum og felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram.

2.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 5.04.16. Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits. Bæjarráð samþykkir að fela umhverfisnefnd að vinna tillögu að umsögn kaupstaðarins vegna málsins.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 5.04.16. Skýrsla sambandsins um úrgangsmál. Lögð fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að fela umhverfisnefnd að vinna tillögu að umsögn kaupstaðarins vegna málsins.

2.5. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs 6.04.16. Reglur um fjárhagsaðstoð 2016 og Reglur um liðveislu 2016. Lagðar fram reglur félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs um félagslega liðveislu og fjárhagsaðstoð. Samþykkt að vísa reglunum til kynningar í velferðarnefnd og til þjónustufulltrúa.

2.6. Skálanes 7.04.16. Vegagerð. Í erindinu lýsir Skálanes yfir áhuga á að taka að sér vegbætur á veginum frá Eyrum út að Skálanesi árið 2016. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir forsendur til að verða við erindinu með bréfritara og bæjarverkstjóra með fyrirvara um að fjármunir fáist úr styrkvegasjóði 2016.

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 24. Fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 14.03.16. Ásamt fundargerðinni er lögð fram ársskýrsla 2015 og verkefni ársins 2016 og ársreikningur fyrir árið 2015.

4. Ársreikningur fyrir árið 2015. 

Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2015, fyrir fyrirtæki, sjóði og stofnanir kaupstaðarins. Farið yfir helstu niðurstöður og skýringar. Bæjarráð samþykkir drögin og leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir ársreikning 2015 til síðari umræðu.“

5. Fjármál 2016.

Lagt fram samanburðaryfirlit yfir greidd laun 2016. Hjá nokkrum stofnunum hafa komið fram neikvæð frávik frá fjárhagsáætlun. Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók.

6. Umsóknir um styrki til samgönguleiða.

Bæjarráð staðfestir umsóknir um styrki í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar vegna: 1) Brimnesvegar, 1,5 milljónir króna. 2) Skálanesvegar, 2 milljónir króna. 3)  Skálanesvegar vegna brúar á Austdalsá, 10 milljónir króna. 4) Vegar í Vestdal, 1 milljón króna. 5) Vegar að útsýnisstað í Bjólfi, 1 milljón króna.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:44.