Bæjarráð 13.10.17
2409. fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar
Föstudaginn 13.10.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 11:00.
Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Gerðir fundarins:
1. Fundargerðir:
1.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 26.09.17.
Fundargerðin samþykkt.
1.2. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 2.10.17.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.
1.3. Fundargerð umhverfisnefndar frá 2.10.17.
Bæjarráð samþykkir vegna liðar 3 í fundargerðinni „BR 2404 1.2.a.“ að vísa honum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir vegna liðar 4 „Gangbrautir á Seyðisfirði erindi frá starfsmönnum grunnskóladeildar“ að fela bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um niðurstöðu umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir að vísa lið 5. „Fjörður 4 erindi vegna breyttrar notkunar/starfsemi“ til umfjöllunar í bæjarstjórn.
1.4. Fundargerð atvinnu- og framtíðarmálanefndar frá 4.10.17
Vegna liðar 1 í fundargerðinni „Rarik. Lokun fjarvarmaveitu“ er vísað til liðar 11 á dagskrá.
Fundargerðin samþykkt.
2. Erindi:
2.1. Þekking 28.09.17. Ný persónuverndarlög.
Lagt fram til kynningar.
2.2. Margrét Vera Knútsdóttir 30.09.17. Uppsögn á starfi.
Lagt fram uppsagnarbréf Margrétar Veru Knútsdóttur á starfi aðalbókara og launafulltrúa. Farið yfir starfslýsingu og drög að auglýsingu. Áfram í vinnslu.
2.3. Slysavarnardeildin Rán 1.10.17. Skemmdir við brú yfir Dagmálalæk.
Lagt fram til kynningar.
2.4. Artic Circle 05.10.17. Boðsbréf: Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle.
Lagt fram til kynningar.
2.5. Örvar Jóhannsson 7.10.17. Yfirlýsing varðandi trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið.
Lögð fram yfirlýsing frá Örvari Jóhannssyni þar sem óskað er lausnar frá störfum í bæjarstjórn og öðrum trúnaðarstörfum á vegum kaupstaðarins.
Vísað til bæjarstjórnar.
2.6. Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 09.10.17. Eldvarnarátakið 2017.
Í erindinu er óskað eftir styrk vegna árlegs eldvarnarátaks Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Bæjarráð samþykkir styrk til verkefnisins að upphæð 25.000 krónur af lið 2159-9191.
2.7. Samorka 9.10.17. Umsögn um samantekt Umhverfisstofnunar um stöðu fráveitumála á Íslandi & Áætlanir um úrbætur á fráveitumálum.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
2.8. Björgunarsveitin Ísólfur 09.10.17. Áramót 2017-2018.
Í erindinu er óskað eftir að staðsetning brennustæðis og flugeldasýning um áramótin 2017/2018 verði tekin til umfjöllunar.
Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
2.9. Menntamálastofnun 11.10.17. Ytra mat á leikskólum 2018.
Lagt fram til kynningar.
2.10. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 11.10.17. Aðalfundur 2017.
Fundarboð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands lagt fram til kynningar.
2.11. Umboðsmaður Alþingis 11.10.17. Mál nr. 9333/2017 Kvörtun vegna ráðningar í starf skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.
Kvörtun Kennarasambands Íslands til Umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar í starf skólastjóra Seyðisfjarðarskóla lögð fram til kynningar.
2.12. Fljótsdalshérað 12.10.17. Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi.
Lagt fram erindin frá Fljótsdalshéraði þar sem óskað er tilnefningar í starfshóp sveitarfélaga á þjónustusvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs til að skoða samstarfsverkefni sveitarfélaganna og frekari möguleika í því sambandi.
Vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
3. Samstarf sveitarfélaga:
3.1. Fundargerð almannaverndarnefndar Múlaþings frá 3.10.17.
Lögð fram til kynningar.
3.2. Fundargerð um húsnæðisáætlun fyrir Austurland frá 3.10.17.
3.3. Lögð fram til kynningar.
4. Samstarf um eldvarnir.
Samningur Brunavarna á Austurlandi og Eldvarnarbandalagsins lagður fram til kynningar.
5. Áfangaskýrsla nefndar um endurskoðun á jöfnunarframlögum jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lögð fram til kynningar.
6. Fjármál 2017.
Farið yfir ýmsar upplýsingar um fjármál og fjárhagsstöðu 30. september 2017.
Lagðar fram tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2017 í eftirfarandi deildum:
Viðauki nr. 1, deild 04111, Seyðisfjarðarskóli – leikskóladeild: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 6.500.000 kr.
Viðauki nr. 2, deild 0262. Framlag vegna sérþarfa fatlaðra: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.350.000 kr.
Viðauki nr. 3. Deild: Efnahagur tæki og áhöld áhaldahús: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 302.748 kr.
Viðauki nr. 4, deild 0587. Kirkjubyggingar: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 132.000 kr.
Viðauki nr. 5, deild 0605. Íþróttafulltrúi: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 70.000 kr.
Viðauki nr. 6, deild 0722. Slökkvibílar: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 389.000 kr.
Viðauki nr. 7, deild 0851. Meindýraeyðing: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 120.000 kr.
Viðauki nr. 8, deild 1362. Tjaldsvæði: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.145.000 kr.
Viðauki nr. 9, deild 2107. Endurskoðun: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.650.000 kr.
Viðauki nr. 10, deild 2140. Bæjarskrifstofa: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 620.000 kr.
Viðauki nr. 11, deild 2142. Tölvudeild: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 500.000 kr.
Viðauki nr. 12, deild 31251 Sundhöll: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 1.030.000 kr. Jafnað af deild 31102 viðhald ósundurliðað.
Viðauki nr. 13, deild 31301. Ráðhús: Tekjur umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 154.640 kr.
Viðauki nr. 14, deild 3141. Leikvöllur: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 678.000 kr. Jafnað af deild 31102 viðhald ósundurliðað.
Viðauki nr. 15, deild 33512. Bifreiðin LY-123 (MMC L200): Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 390.000 kr.
Viðauki nr. 16, deild 33525. Bifr.OL521 Volkswagen Transporter: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 276.000 kr.
Viðauki nr. 24, deild 5719. Múlavegur 38: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 855.000 kr. Jafnað af deild 5710 Sameiginlegur rekstur félagslegra íbúða.
Viðauki nr. 25, deild 6112. Dælustöð Austurvegi 19C: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 950.000 kr.
Viðauki nr. 26, deild 5850. Félagslegar íbúðir efnahagur: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 550.000 kr. Jafnað af deild 5710, Sameiginlegur rekstur félagslegra íbúða.
Viðauki nr. 27, deild 3250 - 32-BÆJAR. Hafnargata 44: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 7.120.000 kr. Jafnað af deild 31102, viðhald ósundurliðað.
Viðauki nr. 28, deild 3250 - Garðarsvöllur: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 300.000 kr. Mótframlag af deild 31201, viðhald ósundurliðað 375.000 kr.
Viðauki nr. 29, deild 3250 - Félagsheimilið Herðubreið: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 2.460.000 kr.
Viðauki nr. 36, deild 1006. Fjarðarheiðargöng: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, samtals 400.000 kr.
Nettóbreytingin nemur 11.034.308 króna gjaldamegin í reikningshaldi kaupstaðarins.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. Bæjaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur og að þeim verði mætt af handbæru fé.“
7. B-gatnagerðargjald / okt. 2017.
Farið yfir stöðu mála vegna vinnu starfshóps vegna ólokinna gatnagerðarframkvæmda sem falla undir B-gjöld.
8. Múlavegur 34-40.
Farið yfir gögn vegna viðhalds í íbúðunum.Fyrir liggur lausleg kostnaðaráætlun um viðgerðir.
Bæjarráð samþykkir kaup á loftræstiviftum í íbúðirnar samkvæmt tillögum þar um.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að undirbúningi viðhalds.
9. Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga – skýrsla.
Lögð fram til kynningar.
10. Fjárhagsáætlun 2018.
Farið yfir stöðu vinnslu við fjárhagsáætlun. Áfram í vinnslu.
11. Hitaveita Seyðisfjarðar.
Í framhaldi af opnum fundi RARIK ohf. í gær fimmtudaginn 12. október leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að unnið verði í samstarfi við RARIK ohf. um aðgerðir og skipulag vegna lokunarinnar. Jafnframt verði unnið að undirbúningi farsælla lausna fyrir íbúa til húsahitunar í stað fjarvarmaveitunnar.
Þá verði opnuð upplýsingasíða á vef kaupstaðarins fyrir upplýsingar sem tengjast lokuninni og nýrra lausna.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:04.