Bæjarráð 14.03.16

2353.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Mánudaginn 14.03.16 kemur bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hefst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta inn lið nr. 7, „Erindi frá LungAskólanum frá 8.03.16. Space proposal“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Dagskrá:

1. Miðstöð menningarfræða. Á fundinn undir þessum lið mætti Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar. Jóna Árný gerði grein fyrir stöðu Miðstöðvar menningarfræða innan Austurbrúar og verkefnum því tengd. Farið ítarlega yfir forsendur flutnings aðildarábyrgðar verkefnisins frá kaupstaðnum til Austurbrúar og þeirrar stöðu sem verkefnið er í nú. Ljóst er að ekki hefur tekist að hálfu Austurbrúar að uppfylla umræddar forsendur. Bæjarráð óskar eftir að framkvæmdastjóri Austurbrúar taki málið upp við stjórn Austurbrúar og upplýsi bæjarráð um niðurstöðu hennar.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð fræðslunefndar frá 26.01.16. Fundargerðin samþykkt.

2.2. Fundargerð umhverfisnefndar frá 22.02.16. Fundargerðinni vísað til umhverfisnefndar til leiðréttingar.

2.3. Fundargerð fræðslunefndar frá 23.02.16. Fundargerðin samþykkt.

2.4. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 1.02.16. Fundargerðinni vísað til ferða- og menningarnefndar til leiðréttingar.

2.5. Fundargerð umhverfisnefndar frá 9.03.16. Vegna liðar 1 í fundargerðinni „Austurvegur 13B, umsókn um leyfi til sölu gistingar“, leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“.

Við umfjöllun liðar 2 í fundargerðinni vék Margrét af fundi. Vegna liðar 2 í fundargerðinni „Norðurgata 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar“ leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“.

Vegna liðar 3 í fundargerðinni „Ránargata 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar á tímabilinu 1. apríl til 1. nóv.,“ leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“.

Vegna liðar 4 í fundargerðinni „Austurvegur 18-20, umsókn um leyfi til sölu gistingar“ leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Með vísan til niðurstöðu umhverfisnefndar um að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag kaupstaðarins segja til um, samþykkir bæjarstjórn leyfisveitingu fyrir sitt leyti“.
Vegna liðar 7 í fundargerðinni „BR. Tilkynning fundargerð 2352_2.3.“ óskar bæjarráð eftir upplýsingum um tilnefningu umhverfisnefndar.

Vegna liðar 9 í fundargerðinni „Vegagerðin umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Fjarðarheiði“, leggur bæjarráð eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn: „Bæjarstjórn samþykkir að verða við umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar á Fjarðarheiði og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út leyfi á grundvelli umsóknarinnar með þeim skilmálum sem fram koma í bókun umhverfisnefndar.“ Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að taka upp við Vegagerðina hugmynd um færslu og stækkun plans við minnisvarða á Neðri staf. Fundargerðin samþykkt.

3. Erindi:

3.1. Flugfélag Íslands 29.02.16. Upplýsingar um viðskipti og nýjar flugvélar. Lagt fram til kynningar.

3.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 2.03.16. Boðun XXX. Landsþings sambandsins. Boðun á þingið og dagskrá lögð fram. Arnbjörg Sveinsdóttir er fulltrúi kaupstaðarins á þinginu. Jafnframt lögð fram tilkynning um Aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. með dagskrá.

3.3. Alþingi 2.03.16. Til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál. Lagt fram til kynningar.

3.4. Samtök atvinnulífsins 3.03.16. Aðalfund samtakanna 2016. Fundarboð ásamt gögnum vegna rafrænnar kosningar lögð fram. Bæjarstjóra falin að fara með atkvæði kaupstaðarins.

3.5. Samband sveitarfélag á Austurlandi 03.02.16. Opinn íbúafundur um endurskoðun sóknaráætlunar 2016. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa sem og íbúa til að mæta á fundinn sem haldinn verður þriðjudaginn 15. mars frá kl. 17-20.

3.6. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 08.03.16. Upplýsingar um vistvæn og ódýr hús. Vísað til umhverfisnefndar.

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 19.02.16. Lögð fram til kynningar.

5. Liður 2.4. frá 2352. fundi bæjarráðs. Erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi um tilnefningu í starfshóp um „Áhersluverkefni 2016“. Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi kaupstaðarins í starfshópnum.

6. Reglur um vinnulag við eftirfylgni fjárhagsáætlunar. Lögð fram drög að reglum um vinnulag við eftirfylgni fjárhagsáætlunar. Um er að ræða uppfærslu á eldri reglum frá 1. ágúst 2012 sem settar voru með hliðsjón af 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Jafnframt er lagt fram eyðublað til notkunar við gerð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um vinnulag við eftirfylgni og breytingar á fjárhagsáætlun“.

7. „Erindi frá LungA skólanum frá 8.03.16. Space proposal“.  Erindið snýst um mögulega notkun LungA skólans á húsnæði því sem hýsir Bókasafn Seyðisfjarðar í dag, komi til flutnings þess. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til vinnu við skólastefnu Seyðisfjarðar og vinnu við endurgerð Félagsheimilisins Herðubreiðar sem félagsheimilis og menningarhúss. 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30.