Bæjarráð 15.06.16

2363.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 15.06.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 06.06.16.

Fundargerðin samþykkt.

2. Erindi:

2.1. Trappa ehf. 22.05.16. Fjarþjálfun Tröppu

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt að kynna skólum og fræðslunefnd.

2.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 01.06.16. Tillaga starfshóps um svæðisskipulag.

Lögð fram tillaga starfshópsins um áherslur og verkefni sem hópurinn leggur til að höfð verði að leiðarljósi við svæðisskipulagsgerð fyrir Austurland og vinnuskjal sem sýnir tímalínu verkefnisins og áætlaðan heildarkostnað. Af hálfu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi er óskað eftir afstöðu bæjarstjórnar til hennar.

2.3. Björgunarsveitin Ísólfur 27.05.16. Björgunar- og leitartæki.

Bæjarráð samþykkir að veita Björgunarsveitinni Ísólfi 100.000 króna styrk af lið 2159-9991 vegna kaupa á flygildi til björgunarstarfa.

2.4. Silja Yraola 6.06.16. Sumarnámskeið fyrir börn.

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um námskeiðið.

2.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 10.06.16. Álagning fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru til ferðaþjónustu.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að kynna erindið fyrir bæjarskrifstofu og byggingarfulltrúa.

2.6. Jóhanna Thorsteinsson 9.06.16. Ósk um rökstuðning vegna ráðningar skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

Bæjarstjóra falið að undirbúa drög að svari og leggja fyrir fund bæjarstjórnar.

2.7. Farfuglaheimilið Hafaldan 13.06.16. Beiðni um færslu stýribúnaðar og mælis í stigagangi í Suðurgötu 8.

Í 4. grein í kaupsamningi vegna Suðurgötu 8, dagsettum 8. mars 2013 er eftirfarandi málsgrein: „Á eigninni hvílir kvöð um afnot og aðgang Seyðisfjarðarkaupstaðar af rými í stigagangi í kjallara fyrir stýribúnað og mæli vegna dælingar neysluvatns fyrir Múlaveg og Botnahlíð.“

Bæjarráð samþykkir að heimila Farfuglaheimilinu Haföldunni að færa búnaðinn upp á næstu hæð á kostnað Farfuglaheimilisins Haföldunnar samanber tillögu frá Farfuglaheimilinu Haföldunni. Enda liggi fyrir yfirlýsing frá Farfuglaheimilinu Haföldunni um að kvöð í 4. grein kaupsamnings haldi gildi sínu einni hæð ofar. Jafnframt samþykkt með fyrirvara um að virkni búnaðar verði jöfn og áður.

2.8. Samorka 13.06.16. Norræna vatnsveituráðstefnan 2016.

Lagt fram til kynningar.

2.9. Skaftfell 14.06.16. Heiðurslistamaður Seyðisfjarðar.

Samþykkt að formaður bæjarráðs fundi um málið með forstöðumanni Skaftfells.

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð aðalfundar Brunavarna á Austurlandi frá 02.06.16.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 43. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi frá 7.06.16.

Lögð fram til kynningar. Í fundargerðinni kemur fram að útlit er fyrir  halla á rekstri samlagsins í ár vegna verulegra launahækkana starfsmanna.  Stjórn Brunavarna leggur til að aðildarsveitarfélög hækki framlög á árinu sem nemur 4 milljónum króna. Þar af er hlutur kaupstaðarins 14,74% verði tillagan samþykkt.

Bæjarráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

„Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu stjórnar Brunavarna um að auka framlag kaupstaðarins sem nemur 14,74% af 4 milljóna króna aukaframlagi með fyrirvara um samþykki annarra aðildarsveitarfélaga Brunavarna á Austurlandi.

4. Frumkvöðlasetur.

Lögð fram drög að römmum og forsendum fyrir starfsemi frumkvöðlaseturs og drög að verksamningi.

Samþykkt að málið verði tekið til umfjöllunar og kynningar sem dagskrárliður á bæjarstjórnarfundi í næstu viku.

5. Hafnargata 11 – Gamla ríkið.

Lögð fram frumdrög að samkomulagi vegna endurgerðar Hafnargötu 11. Bæjarstjóri greindi frá viðræðum við forsvarsmenn Húsahótels ehf. vegna viðtöku og endurgerðar Hafnargötu 11 frá ríkinu.

Samþykkt að staða málsins verði tekin til umfjöllunar sem dagskrárliður á bæjarstjórnarfundi í næstu viku.

6. Veghefill Austin Avelin 700, tilboð.

Eitt tilboð barst í veghefilinn frá Stjörnublæstri ehf. um skipti á Wolkswagen Transporter pallbíl árgerð 1999.

Bæjarstjóra falið að fara yfir forsendur fyrir kaupunum og jafnframt veitt heimild til að ganga frá kaupunum að þeim uppfylltum í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:46.