Bæjarráð 16.09.16

2370.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Föstudaginn 16.09.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 09.00.

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Austurbrú 05.09.16. Flugvallarverkefnið.

Lagður fram tölvupóstur frá Austurbrú þar sem kynnt er hvernig til tókst með flug milli London Gatwick og Egilsstaða á vegum Discover the World í sumar.

Bæjarráð samþykkir að upplýsingarnar gangi til kynningar hjá ferða- og menningarnefnd.

1.2. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 6.09.16. Ársfundur 2016.

Bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd kaupstaðarins.

1.3. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6.09.16. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.

Lögð fram auglýsing um byggðakvóta frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt reglugerð 640/2016 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2016/2017.

Bæjarráð samþykkir að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017.

1.4. Samtök orkusveitarfélaga 7.09.16. Aðalfundur 2016.

Lagt fram fundarboð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga 2016 ásamt skýrslu stjórnar, ársreikningum 2014 og 2015 og tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2017 og 2018 og tillögu um árgjöld.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með umboð kaupstaðarins á fundinum.

1.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 7.09.16. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016.

Lagður fram tölvupóstur með upplýsingum um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem verður haldin 22. og 23. september n.k.

Samþykkt að bæjarráð og forseti bæjarstjórnar sæki ráðstefnuna f.h. kaupstaðarins.

1.6. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum 08.09.16. Aðalfund 2016.

Lagt fram fundarboð á ársfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2016 ásamt ársreikningi samtakanna fyrir árið 2015.

Bæjarráð samþykkir að Elfa Hlín Pétursdóttir varaformaður bæjarráðs verði fulltrúi kaupstaðarins á fundinum. Til vara verði Margrét Guðjónsdóttir, formaður ráðsins.

1.7. Skipulagsstofnun 8.09.16. 10.000 tonna framleiðsla á laxi í Seyðisfirði – beiðni um umsögn.

Lögð fram bréf frá Skipulagsstofnun með beiðni um umsögn um 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði ásamt tillögu að matsáætlun um framkvæmdina frá Fiskeldi Austfjarða. Umhverfisnefnd vinnur að tillögu að umsögn kaupstaðarins sem senda þarf Skipulagsstofnun fyrir 30. september 2016.

1.8. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 9.09.16. Boðun aðalfundar 2016.

Lagt fram fundarboð á aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga ásamt ársreikningi samtakanna fyrir árin 2014 og 2015 og tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2017 og 2018 og tillögu um árgjöld.

Bæjarráð samþykkir að Margrét Guðjónsdóttir formaður bæjarráðs verði fulltrúi kaupstaðarins á fundinum. Til vara verði Elfa Hlín Pétursdóttir varaformaður ráðsins.

1.9. Míla 10.09.16. Ísland ljóstengt.

Lagður fram tölvupóstur frá Mílu. Í honum er lýst áhuga á samstarfi við sveitarfélög um lagningu ljósleiðara í dreifbýli.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari upplýsingum um möguleika og staðbundnar aðstæður á Seyðisfirði frá Mílu vegna verkefnisins.

1.10. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 11.09.16. Niðurstöður heildarsýnis fyrir neysluvatn vatnsveitu Seyðisfjarðar.

Lögð fram skýrsla um heildarsýni neysluvatns vatnsveitu Seyðisfjarðar og niðurstöður þess.

Samkvæmt niðurstöðum sýnatökunnar eru allar mælingar undir hámarksgildum neysluvatnsreglugerðar og stenst því kröfur um gæði.

1.11. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 12.09.16. Aðalfundur samtaka sjávarútvegssveitarfélaga – drög að skýrslu stjórnar samtakanna vegna aðalfundar 2016.

Lögð fram til kynningar.

1.12. Seyðisfjarðarskóli 12.09.16. Sameining skóla. 

Lögð fram tillaga frá skólastjóra um aukið stöðugildi ritara við skólann úr 0,3 í 0,5 stöðugildi.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Lögð fram beiðni um aukna fjárveitingu vegna símenntunar.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna hennar.    

1.13. Samorka 12.09.16. Norræna vatnsveituráðstefnan.

Lagður fram tölvupóstur um boð á 10. norrænu vatnsveituráðstefnuna sem haldin verður 28.-30. september 2016.

Samþykkt að bæjarstjóri sæki ráðstefnuna fyrir hönd kaupstaðarins.

1.14. Íbúðarlánasjóður 12.09.16. Framkvæmd laga um almennar íbúðir.

Erindið ásamt eyðublöðum og kynningarbréfi lagt fram til kynningar.

Bæjarráð vísar erindinu og upplýsingunum til velferðarnefndar.

1.15. Arna Magnúsdóttir 14.09.16. Félagsheimilið Herðubreið.

Í erindinu er vakin athygli á viðhaldsþörf á austurhluta húsnæðis félagsheimilisins Herðubreiðar. Beðið er frumathugunar vegna viðgerða á ytra byrði eldri hluta húsnæðis félagsheimilisins Herðubreiðar, sem er grunnur að viðgerð og/eða endurbótum þess.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð 25.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 5.09.16.

Lögð fram til kynningar.

Fundargerð 29.fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 5.09.16. Lögð fram til kynningar.

 

3. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi 2016.

Lögð fram erindi frá sveitarfélögum með málefnum til umfjöllunar á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016 ásamt drögum að ályktunum fyrir fundinn. Farið yfir málefnin og drögin. Jafnframt farið yfir ýmiss atriði er lúta að undirbúningi fundarins sem haldinn er á Seyðisfirði í ár.

 

4. Garðarsvöllur.

Lögð fram könnun á ástandi vallarins og hugmyndir um úrbætur desember 2015. Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að undirbúa verðkönnunargögn vegna endurbóta á vellinum í samræmi við tillögu þar um.

 

5. Styrkvegaframkvæmdir 2016.

Farið yfir stöðu framkvæmda fyrir styrkvegafé ársins.

Bæjarráð samþykkir að til viðbótar þegar unnum verkefnum við veg í Skálanes verði unnið í brýnasta viðhaldi vegna vega í Brimnes og Vestdal í samráði við Vegagerðina.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:00.