Bæjarráð 17.08.16

2367.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 17.08.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 5 „Skýrsla frá Vinnueftirlitinu vegna sundhallar dagsett 15.08.16“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 22. fundar velferðarnefndar frá 21.06.16.

Vegna liðar nr. 4 í fundargerðinni „Fyrirspurn frá Skaftafelli um möguleika á niðurgreiðslu tómstunda barna í Seyðisfjarðarkaupstað“ samþykkir bæjarráð að taka saman upplýsingar um stöðu mála.

Fundargerðin samþykkt.

 

2. Erindi:

2.1. Bændasamtök Íslands. 9.08.16. Ályktun frá Búnaðarþingi 2016 um fjallskil.

Í ályktuninni eru sveitarfélög hvött til að fara eftir og framfylgja ákvæðum sem að þeim snúa í lögum nr. 6/1986 um afréttarmál og fjallskil. Einnig er óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um stöðu mála.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og bæjarverkstjóra sem fara með fjallskil í kaupstaðnum og felur þeim að taka saman og senda svör kaupstaðarins fyrir 20. september.

2.2. GG ráðgjöf 20.07.16. Áhættumat stofnana og verndaráætlanir hafna. Kynningarbréf.

Lagt fram til kynningar.

2.3. Velferðarráðuneytið 9.08.16. Hvatning Velferðarvaktarinnar vegna kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa.

Í erindinu eru sveitarfélög hvött til að draga úr kostnaði grunnskólabarna vegna kaupa á ritföngum.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og Seyðisfjarðarskóla.

2.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 16.08.16. Samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð 28. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 4.08.16. Lögð fram til kynningar.

 

4. Húsnæði slökkviliðs.

Lagðir fram uppdrættir með tillögum um mögulega notkun rýmis í Fjarðargötu 8, í samræmi við tillögur slökkviliðs Seyðisfjarðar í erindi til kaupstaðarins dagsett 11. apríl s.l. Bæjarráði lýst vel á útfærslu slökkviliðs og  felur bæjarstjóra að ræða við eiganda rýmisins um málið.

 

5. Skýrsla frá Vinnueftirlitinu vegna sundhallar dagsett 15.08.16.

Í skýrslunni er að finna athugasemdir og ábendingar sem Vinnueftirlitið gerir við aðstöðuna og starfsemina.

Bæjarráð felur forstöðumanni Sundhallar og bæjarverkstjóra að vinna úr athugasemdum í liðum nr. 1-4 og 6. Bæjarstjóra falið að senda Vinnueftirlitinu niðurstöðu bæjarráðs vegna skýrslunnar og niðurstöðu ráðsins vegna liðar nr. 5 í skýrslunni.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:00.