Bæjarráð 18.01.17

2383.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 18.01.17 kemur bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hefst kl. 16:00. 

Mætt: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Samstarfshópur um dag leikskólans 4.01.17. Dagur leikskólans 2017.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Minjastofnun Íslands 10.01.17. Skráning menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja – skil á gögnum.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar og byggingarfulltrúa.

1.3. Samband íslenskra sveitarfélaga 13.01.16. Vegvísir samstarfsnefndar SNS og KÍ samkvæmt bókun 1 í kjarasamningi aðila.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við formann fræðslunefndar og beini þess hluta erindisins sem við á til skólastjóra.

1.4. Ríkiskaup 16.01.16. Breytt fyrirkomulag vegna innheimtu á umsýsluþóknun í rammasamningum ríkisins.

Lagt fram til kynningar. Í erindinu er kynnt færsla á umsýsluþóknun frá seljendum til kaupenda á formi afslátta.

1.5. Ólafía Herborg Jóhannsdóttir 16.01.16. Beiðni um styrk vegna bókarútgáfu. Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 35.000 krónur til verkefnisins.Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins í lok árs.

 

2. Samstarf sveitarfélaga:

2.1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 3.01.17.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Ísland ljóstengt.

Tölvupóstar frá Mílu og innanríkisráðuneytinu vegna málsins lagðir fram til kynningar.

 

4. Ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Lögð fram til kynningar. Umræða um breytingar sem reglugerðin sem tók gildi um áramót ásamt lögum nr. 67/2016 um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi) munu hafa í för með sér.

Bæjarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa og umhverfisnefnd að taka saman umsagnir aðila sem kaupstaðnum er gert að afla og leggja fram með tillögum nefndarinnar til bæjarstjórnar að umsögnum um umsóknir í samræmi við lög og reglugerðir sem við eiga um gisti- og veitingastaði og skemmtanahald.

 

5. Fjármál 2016.

Farið yfir ófyrirséðar breytingar sem varða útkomu ársins 2016 og tilefni til gerðar viðauka.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

6. Samningur við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um Ræsingu.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir verkefninu Ræsingu sem unnið er að í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og drögum að samningi þar um.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:55.