Bæjarráð 18.04.18

Fundargerð 2427. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 18.04.18 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Fundinn sátu: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Verkefnaáætlun 2018.

Fundurinn hófst með vettvangsferð í nokkur mannvirki kaupstaðarins.

Á fundinn undir þessum lið mættu: Gunnlaugur Friðjónsson bæjarverkstjóri og síðar Celia Harrisson vegna félagsheimilisins Herðubreiðar. Fram fór umræða um viðhaldsverkefni og framkvæmdaáætlun. Áfram í vinnslu.

 

2. Snjómoksturskort.

Undir þessum lið mætti Gunnlaugur Friðjónsson bæjarverkstjóri: Farið ítarlega yfir fyrirkomulag snjómoksturs. Áfram í vinnslu á vegum bæjarverkstjóra.

 

3. Fundargerðir:

3.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 9.04.18.

Fundargerðin samþykkt.

3.2. Fundargerð velferðarnefndar frá 10.04.18.

Bæjarráð samþykkir tillögu velferðarnefnaar um að ályktun í lið 5b í fundargerðinni verði tekin til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Fundargerðin samþykkt.

3.3. Fundargerð umhverfisnefndar frá 12.04.18.

Fundargerðin samþykkt.

 

4. Erindi:

4.1. Íbúðalánasjóður 27.03.18. Eignir íbúðalánasjóðs til útleigu fyrir sveitarfélögin.

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við íbúðalánasjóð um leigu eignar hjá sjóðnum til endurleigu til starfsmanns Seyðisfjarðarkaupstaðar.

4.2. Síldarvinnslan hf. 28.03.18. Tilkynning um arðgreiðslu.

Lögð fram til kynningar. Arðgreiðsla að frádregnum fjármagnstekjuskatti nemur 52.460 krónum.

4.3. Guðrún Veturliðadóttir 03.04.18. Styrkbeiðni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um verkefnið og umfang þess.

4.4. NorIndic Research and Consulting LLP 5.04.18. Invitation to join a study trip to 3 leading Smart Cities in India.

Lagt fram til kynningar.

4.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 9.4.18. Mat á kostnaði sveitarfélaga vegna nýrra laga um persónuvernd.

Lagt fram til kynningar.

1.1. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. 9.04.18. Arðgreiðsla 2018

Lagt fram til kynningar. Í erindinu kemur fram að á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga var samþykkt að greiða út arð sem nemur 388.000.000 kr. sem skiptist niður á hluthafa sjóðsins. Hlutur Seyðisfjarðarkaupstaðar af því er 0,977% fyrir fjármagnstekjuskatt sem er 20%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna arðgreiðslunnar.

4.6. Starfa 10.04.18. Ársfundur 2018.

Lagt fram til kynningar.

4.7. Lýsir 11.04.18. Um ljósleiðaranet.

Lagt fram til kynningar.

4.8. Minjastofnun Íslands 9.04.18. Styrkúthlutun 2018: Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar – endurútgáfa.

Í erindinu er tilkynnt um styrk úr húsafriðunarsjóði að upphæð 400.000 krónur til verkþáttarins: Endurútgáfa húsakönnunar; ljósmyndavinna.

4.9. Minjastofnun Íslands 9.04.18. Styrkúthlutun 2018: Sundhöll Seyðisfjarðar, Suðurgata 5, Seyðisfjörður.

Í erindinu er tilkynnt um styrk úr húsafriðunarsjóði að upphæð 1.500.000 krónur til verkþáttarins: Áætlunargerð um endurbætur.

4.10. Minjastofnun Íslands 9.04.18. Styrkúthlutun 2018: Wathne Hús, Hafnargata 44, Seyðisfjörður.

Í erindinu er tilkynnt um styrk úr húsafriðunarsjóði að upphæð 1.000.000 krónur til verkþáttarins: Viðgerð á ytra borði.

4.11. Minjastofnun Íslands 9.04.18. Styrkúthlutun 2018: Gamli skóli, Suðurgata 4, Seyðisfjörður.

Í erindinu er tilkynnt um styrk úr húsafriðunarsjóði að upphæð 2.000.000 krónur til verkþáttarins: Viðgerð á útidyrum og tröppum ásamt málun.

Bæjarráð þakkar Minjastofnun Íslands styrkveitingar til verkefna á húsum kaupstaðarins á árinu 2018.

4.12. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 13.04.18. Svæðisskipulag.

Lagt fram til kynningar.

4.13. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið 16.04.18. Breyting á reglugerð um fjárhagsleg viðmið  og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

4.14. Ferðahópur Seyðisfjarðarskóla 17.04.18. 1. maí 2018.

Bæjarráð samþykkir að verða við beiðninni og vísar henni til bæjarverkstjóra til framkvæmdar.

 

5. Samstarf sveitarfélaga:

5.1. Fundargerð 8. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 9. apríl 2018.

Lögð fram til kynningar.

5.2. Fundargerð 48. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi frá 10.04.18.

Lögð fram til kynningar.

5.3. Fundargerð fundar Almannavarnanefndar Múlaþings frá 10.04.18.

Lögð fram til kynningar.

 

6. Persónuverndarmál.

Fram fer umræða um undirbúning vegna nýrrar persónverndarlöggjafar.

Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

7. Fjármál 2018.

Farið yfir ýmis atriði tengd fjármálum 2018 m.a. framlög frá Minjastofnun Íslands í verkefni á vegum kaupstaðarins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna þeirra.

Bæjarstjóri greindi frá efni fundar með forstöðumanni Skaftfells vegna endurbóta á húsnæði og starfsemi 2018.

Bæjarstjóri greindi frá því að Kennarasamband Íslands hafi símleiðis áréttað kröfu um eins árs biðlaun til handa Jóhönnu Thorsteinsson.

Bæjarráð vísar til svars kaupstaðarins til Kennarasambands Íslands dagsett 12. janúar 2018.

 

8. Húsnæðismál - Frumvarp um breytingu á húsnæðislögum.

Fram fer umræða um frumvarp um breytingu á húsnæðislögum.

 

9. Fjárhagsáætlun 2019.

Fram fer umræða um undirbúning fjárhagsáætlunar 2019.

Bæjarráð samþykkir að viðhafa samskonar undirbúning hvað varðar ferli vinnunnar og útgáfu ramma fjárhagsáætlunar fyrir stofnanir og deildir fyrir árið 2019.

 

10. Herðubreið – viðhalds og endurbótaverkefni.

Lögð fram drög að viðauka við rekstrarsamning vegna viðhalds og endurbótaverkefna við Herðubreið sem framkvæmdar verða af verktaka vegna úthlutunar frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Áfram í vinnslu.

 

11. Bókasafn – bókasafnsstefna og starfsmannahald.

Á fundinn undir þessum lið mætti Svandís Egilsdóttir skólastjóri. Svandís kynnti frumdrög að stefnu fyrir bókasafn en drögin eru til umfjöllunar í fræðslunefnd og ferða- og menningarnefnd. Fram fer umræða um stefnudrögin og fyrirkomulag.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir lokatillögu um stefnuna frá ferða- og menningarnefnd og fræðslunefnd fyrir 2. maí næstkomandi.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:44.