Bæjarráð 18.05.16

2360.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Miðvikudaginn 18.05.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Farfuglaheimilið Hafaldan ehf. 4.05.16. Suðurgata 8 – fjármögnun endurbóta. Ásamt erindinu er lagt fram yfirlit um endurbótakostnað sem tekið er saman af Skrifstofuþjónustu Austurlands. Í erindinu er óskað eftir framlagi til að bæta ytra byrði hússins með málningu.

Bæjarráð telur ekki fært að verða við erindinu.

1.2. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga 9.05.16. Ársreikningur 2015.

Ársreikningur samtakanna lagður fram til kynningar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reikninginn.

1.3. Samband sveitarfélaga á Austurlandi SSA 10.05.16. Aðalfundur 2016, tillögur um málefni til umfjöllunar.

Í erindinu er óskað eftir tillögum frá aðildarsveitarfélögum um málefni til umfjöllunar á aðalfundi 2016.

Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og starfsmenn kaupstaðarins til að koma hugmyndum um málefni á framfæri við Samband sveitarfélaga á Austurlandi.

1.4. Náttúruverndarsamtök Austurlands 11.05.16. Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í átakinu og tilnefnir bæjarverkstjóra sem tengilið kaupstaðarins við Náttúruverndarsamtökin vegna átaksins.

1.5. Samorka 13.05.16. Ákvæði kjarasamninga og vinnumarkaðslöggjafar.

Lagt fram til kynningar.

1.6. Umhverfisstofnun 05.04.2016. Endurskoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016.

Lagður fram viðauki við samning Umhverfisstofnunar og Seyðisfjarðarkaupstaðar um refaveiðar 2014-2016.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við viðaukann.

1.7. LungAskólinn 10.05.16. Málþing LungAskólans.

Í erindinu er kynnt málstofa sem haldin verður 22. maí n.k. ásamt ósk um að hún verði kynnt fyrir nefndum og ráðum kaupstaðarins.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

2. Öldugata 14.

Farið yfir hugmyndir um notkun hússins sem frumkvöðlaseturs og útfærslur þar að lútandi, áfram í vinnslu.

3. Eignasjóður, viðhald eigna 2016.

Farið yfir viðhaldsverkefni sem áformuð eru á árinu.

4. Verkefni á sviði áhaldahúss 2016.

Lögð fram drög minnisblaði frá verkefnafundi fyrir Áhaldahús/Þjónustumiðstöð  frá viku 20 2016.

5. Fjármál 2016.

Rætt um hugmyndir sem borist hafa um ráðstöfun gamla veghefilsins.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa hann til sölu á heimasíðu kaupstaðarins með fresti til 10. júní til að skila inn tilboðum.

6. Rekstur félagsheimilisins Herðubreiðar.

Farið yfir hugmyndir að tilboðslýsingu fyrir mögulega rekstraraðila félagsheimilisins Herðubreiðar. Áfram í vinnslu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:06.