Bæjarráð 19.04.16

2357.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar.

Þriðjudaginn 19.04.16 kemur bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hefst kl. 17:40. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 1.5. „Samband íslenskra sveitarfélaga 19.04.16 Viljayfirlýsing um utankjörfundaatkvæðagreiðslu“, lið nr. 4, „Hafnargata 11, Gamla ríkið“, lið nr. 5, „Vegagerð, lagfæringar á veginum um Eyrar í Skálanes“ og lið nr. 6, Fundargerð umhverfisnefndar frá 12.04.16“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu. 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Brunavarnir á Austurlandi 11.04.2016. Húsnæði slökkvistöðvar.

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt að taka saman samanburðarupplýsingar á þeim kostum sem hugmyndir Brunavarna ganga út á.

1.2. Djúpavogshreppur 13.04.16. Fjarðarheiðargöng.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar sveitarstjórn Djúpavogshrepps stuðninginn við Fjarðarheiðargöng sem fram kemur í bókuninni.

1.3. KPMG 14.04.16. Skráning fjárhagslegra hagsmuna.

Lagt fram til kynningar.

1.4. Austurbrú – starfsháttanefnd. 18.04.16. Ósk um tilnefningar í stjórn Austurbrúar ses.

Lagt fram til kynningar.

1.5. Samband íslenskra sveitarfélaga 19.04.16. Viljayfirlýsing um utankjörfundaatkvæðagreiðslu.

Lagt fram til kynningar. 

2. Samþykkt bæjarstjórnar um stjórnskipulag Seyðisfjarðarskóla.

Farið yfir stöðu málsins. Áfram í vinnslu.

3. Starfsmannamál.

Jóhanna Thorsteinsson hefur látið af störfum sem skólastjóri Leikskólans Sólvalla. Ásta Guðrún Birgisdóttir aðstoðarskólastjóri hefur tekið við stjórn skólans til 1.08.16. Bæjarráð staðfestir lausn Jóhönnu frá störfum.

4. Hafnargata 11. Gamla ríkið.

Bæjarstjóri fór yfir hugmyndir Hótel Öldunnar um endurgerð og notkun hússins. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Hótel Öldu um endurgerð hússins.

5. Vegagerð, lagfæringar á veginum um Eyrar í Skálanes.

Farið yfir hugmyndir og forsendur frá staðarhaldara á Skálanesi um að sjá um framkvæmdir við veginn í ár.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Skálanes um verkefnið með fyrirvara um úthlutun úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar.

6. Fundargerð umhverfisnefndar frá 12.04.16.

Við afgreiðslu á lið 4 í fundargerðinni vék Margrét af fundi.

Vegna liðar 4 í fundargerðinni felur bæjarráð byggingarfulltrúa að taka saman upplýsingar um ástand Norðurgötu. Samantektin taki til allra lagna undirlags og slitlags. Jafnframt að hanna götuna með hliðsjón af hverfisvernd og markmiðum hennar og leggja fram kostnaðarmat með henni. Við gerð tillögunnar verði sjónarmið íbúa og rekstraraðila við götuna höfð til hliðsjónar eftir því sem við á. Fundargerðin samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:23.