Bæjarráð 20.12.17

Fundargerð 2417. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar 

Miðvikudaginn 20.12.17 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófs kl. 10:00. 

Fundinn sátu: Elfa Hlín Pétursdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir undir lið 1 á fundinum og bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Miðstöð menningarfræða.

Þórunn Hrund Óladóttir sat fundinn undir þessum lið í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur.

Á fundinn undir þessum lið mætti formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Sigrún Blöndal. Sigrún kynnti erindi Austurbrúar til SSA vegna fjármögnunar verkefnisins Miðstöð menningarfræða. Fjármagn til verkefnisins kemur í viðauka með sóknaráætlun samkvæmt samningi til 2019. Farið yfir forsendur samnings Seyðisfjarðarkaupstaðar við Austurbrú SES.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð umhverfisnefndar frá 11. desember 2017.

Bæjarráð samþykkir vegna liðar 1 „Baugsvegur 5 umsókn um stöðuleyfi“ að vísa tillögu nefndarinnar til skoðunar hjá bæjarverkstjóra.

Fundargerðin samþykkt.

 

3. Erindi:

3.1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 28.11.17. Eftirlitsskýrsla 2017 fyrir Áhaldahús.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 05.12.17. Eftirlitsskýrsla 2017 fyrir skólamötuneyti.

Lögð fram til kynningar.

3.3. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 05.12.17. Kvörtun vegna þrifa í skólamötuneyti.

Lögð fram til kynningar. Niðurstaða Heilbrigðiseftirlits Austurlands var að ekki væri séð að þrifum væri ábótavant.

3.4. Samband íslenskra sveitarfélaga 07.12.17. Aðildargjald rammasamninga 2017.

Lagt fram til kynningar.

3.5. Foreldrafélag Seyðisfjarðarskóla 9.12.17. Sparkvöllur við Túngötu.

Bæjarráð þakkar foreldrafélaginu fyrir erindið og tillögu um vinnuframlag. Vísað til bæjarverkstjóra til skoðunar og áætlunargerðar.

3.6. Menntamálastofnun 11.12.17. Ytra mat á leikskólum 2018.

Lagt fram til kynningar.

3.7. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 13.12.17. Eftirlitsskýrsla vegna Seyðisfjarðarskóla.

Lögð fram til kynningar.

3.8. Landgræðsla ríkisins 12.12.17. Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi – lykilhlutverk sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

 

4. Samstarf sveitarfélaga:

4.1. Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 28.11.17.

Lögð fram til kynningar.

4.2. Fundargerð 15. fundar stjórnar SvAust frá 6.12.17.

Fundargerðin ásamt drögum að samningi um aðkomu að SvAust og þremur töflum að útreikningum vegna starfsemi SvAust.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Seyðisfjarðarkaupstaður komi ekki að verkefninu miðað við stöðu þess og forsendur.

4.3. Fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands frá 6.12.17.

Lögð fram til kynningar.

4.4. Fundargerð 160 fundar félagsmálanefndar frá 12.12.17.

Lögð fram til kynningar.

4.5. Fundargerð 4. fundar stjórnar SSA frá 11.09.17.

Lögð fram til kynningar.

 

5. Fjármál 2017.

5.1. Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 1. desember 2017.

5.2. Lagður fram verksamningur við Skrifstofuþjónustu Austurlands um bókhaldsþjónustu og launavinnslu.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:27.