Bæjarráð 21.10.16

2373.  fundur í bæjarráði Seyðisfjarðar

Föstudaginn 21.10.16 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu bæjarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 10:00. 

Mætt: Margrét Guðjónsdóttir, Þórunn Hrund Óladóttir í fjarveru Elfu Hlínar Pétursdóttur og Vilhjálmur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 1.1., „Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 20.09.16“, sem lið nr. 2.5. „Íþróttamiðstöðin 20.10.16. Endurnýjun hlaupabretta í rækt íþróttamiðstöðvar“, lið nr. 5, „Starfsmannamál“. Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

 

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð ferða- og menningarnefndar frá 20.09.16.

Fundargerðin samþykkt.

2. Erindi:

2.1. Brú 3.10.16. Hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Umhverfisstofnun 4.10.16. Lýsing. Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030, tillaga að breytingu á landnotkun á Vestdalseyri.

Bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa til frekari vinnslu skipulagslýsingarinnar.

2.3. Heilbrigðiseftirlit Austurlands 6.10.16. Fundarboð Aðalfundar HAUST 02.11.16.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Mennta- og menningarmálaráðuneytið 6.10.16. Kóðinn 1.0 og smátölvan Micro:bit.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Íþróttamiðstöðin 20.10.16. Endurnýjun hlaupabretta í rækt íþróttamiðstöðvar.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu að framlögðum viðauka við fjárhagsáætlun.

3. Samstarf sveitarfélaga:

3.1. Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 21.09.16.

Lögð fram til kynningar.

3.2. Fundargerð 26. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 4.10.16.

Lögð fram til kynningar.

3.3. Fundargerð 45. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi frá 14.10.16.

Lögð fram til kynningar.

4. Samningur um Miðstöð menningarfræða.

Farið yfir hugmyndir Austurbrúar vegna samnings og starfsemi Miðstöðvar menningarfræða.

Samþykkt að senda Austurbrú tillögu um samkomulag um Miðstöð menningarfræða.

5. Starfsmannamál.

Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga frá starfsmati vegna ákvörðunar um endurmat á störfum og kjörum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:44.